Lausnargjaldsgreiðslur til Boko Haram stuðli að frekari ránum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Stúlka, sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram slepptu á miðvikudag, gengur um götur heimabæjarins Dapchi með föður sínum. Vísir/AFp Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan. Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan.
Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00