Gerðu sátt vegna dauða Star Trek-stjörnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2018 23:35 Anton Yelchin var aðeins 27 ára þegar hann lést. vísir/getty Foreldrar Anton Yelchin, leikara sem þekktastur var fyrir leik sinn í Star Trek, hafa gert sátt við framleiðanda Jeep Grand Cherokee-bílanna vegna dauða sonar þeirra. Yelchin lést er hann varð fyrir eigin bíl í innkeyrslunni við heimili sitt árið 2016. Foreldrarnir kærðu Fiat Chrysler og töldu framleiðandann bera ábyrgð á dauða Yelchin en hann klemmdist á milli póstkassa og öryggisgirðingar í innkeyrslunni að heimili sínu þegar bíllinn rann á hann. Töldu foreldrar hans að hönnunargalli sem Fiat Chrysler vissi af hefði spilað stóran þátt í slysinu. Sáttin sem þau Victor og Irina Yelchin náðu við Fiat Chrysler var tekin fyrir fyrr í vikunni hjá dómstóli í Los Angeles að því er fram kemur í frétt AP. Sáttin er trúnaðarmál. Fiat Chrysler sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið væri ánægt með að ná þessari niðurstöðu. Þá ítrekaði það sínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu Yelchin. Yelchin var 27 ára þegar hann lést. „Yelchin kramdist og tórði á lífi um stund, fastur þar til hann kafnaði og lést,“ sagði í kærunni sem foreldrar hans lögðu fram á sínum tíma. Cherokee-jeppi hans var árgerð 2015 sem var innkölluð vegna galla í gírskiptibúnaði bílanna. Gallinn olli því að auðveldara var að ruglast og setja bílinn óvart í hlutlausan þegar viðkomandi ætlaði að leggja bílnum. Tengdar fréttir Foreldrar látinnar Star Trek stjörnu kæra Fiat-Chrysler Foreldrar Anton Yelchin segja að hönnargalli í bíl Yelchin hafi orsakað dauða Star Trek leikarans. 2. ágúst 2016 19:54 Sjálfskipting Fiat Chrysler tengd 266 óhöppum og 68 slösuðum Talið er að Star Trek leikarinn Anton Yelchin hafi látið lífið vegna þessa galla. 29. júní 2016 09:48 Hollywood syrgir Yelchin: „Við höfum misst einstaka og djúpa sál“ Yelchin lést í stórfurðulegu bílslysi sem er talið að rekja megi til hönnunargalla í bifreið hans. 20. júní 2016 18:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Foreldrar Anton Yelchin, leikara sem þekktastur var fyrir leik sinn í Star Trek, hafa gert sátt við framleiðanda Jeep Grand Cherokee-bílanna vegna dauða sonar þeirra. Yelchin lést er hann varð fyrir eigin bíl í innkeyrslunni við heimili sitt árið 2016. Foreldrarnir kærðu Fiat Chrysler og töldu framleiðandann bera ábyrgð á dauða Yelchin en hann klemmdist á milli póstkassa og öryggisgirðingar í innkeyrslunni að heimili sínu þegar bíllinn rann á hann. Töldu foreldrar hans að hönnunargalli sem Fiat Chrysler vissi af hefði spilað stóran þátt í slysinu. Sáttin sem þau Victor og Irina Yelchin náðu við Fiat Chrysler var tekin fyrir fyrr í vikunni hjá dómstóli í Los Angeles að því er fram kemur í frétt AP. Sáttin er trúnaðarmál. Fiat Chrysler sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið væri ánægt með að ná þessari niðurstöðu. Þá ítrekaði það sínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu Yelchin. Yelchin var 27 ára þegar hann lést. „Yelchin kramdist og tórði á lífi um stund, fastur þar til hann kafnaði og lést,“ sagði í kærunni sem foreldrar hans lögðu fram á sínum tíma. Cherokee-jeppi hans var árgerð 2015 sem var innkölluð vegna galla í gírskiptibúnaði bílanna. Gallinn olli því að auðveldara var að ruglast og setja bílinn óvart í hlutlausan þegar viðkomandi ætlaði að leggja bílnum.
Tengdar fréttir Foreldrar látinnar Star Trek stjörnu kæra Fiat-Chrysler Foreldrar Anton Yelchin segja að hönnargalli í bíl Yelchin hafi orsakað dauða Star Trek leikarans. 2. ágúst 2016 19:54 Sjálfskipting Fiat Chrysler tengd 266 óhöppum og 68 slösuðum Talið er að Star Trek leikarinn Anton Yelchin hafi látið lífið vegna þessa galla. 29. júní 2016 09:48 Hollywood syrgir Yelchin: „Við höfum misst einstaka og djúpa sál“ Yelchin lést í stórfurðulegu bílslysi sem er talið að rekja megi til hönnunargalla í bifreið hans. 20. júní 2016 18:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Foreldrar látinnar Star Trek stjörnu kæra Fiat-Chrysler Foreldrar Anton Yelchin segja að hönnargalli í bíl Yelchin hafi orsakað dauða Star Trek leikarans. 2. ágúst 2016 19:54
Sjálfskipting Fiat Chrysler tengd 266 óhöppum og 68 slösuðum Talið er að Star Trek leikarinn Anton Yelchin hafi látið lífið vegna þessa galla. 29. júní 2016 09:48
Hollywood syrgir Yelchin: „Við höfum misst einstaka og djúpa sál“ Yelchin lést í stórfurðulegu bílslysi sem er talið að rekja megi til hönnunargalla í bifreið hans. 20. júní 2016 18:00