Hinn portúgalski Salvador Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópu í fyrra þegar hann flutti lagið á portúgölsku, en útgáfa Ara er þó á ensku. Á íslensku þýðir titill lagsins Ást fyrir tvo.
Ari Ólafsson mun flytja lagið Our Choice í Altice tónleikahöllinni í Lissabon þann 8. maí næstkomandi á fyrra undankvöldi keppninnar.