Amish fólkið lifir lengur Elín Albertsdóttir skrifar 27. mars 2018 07:58 Það er margt forvitnilegt í samfélagi Amish fólksins Vísir/Getty Amish fólkið býr aðallega í Pennsylvaníu, Ohio og Indiana í Bandaríkjunum. Það lifir fábreyttu lífi án bíla, sjónvarps, síma, tölva eða jafnvel rafmagns. Yfirleitt neitar það sér um alla þá tækni sem öðrum finnst sjálfsagt að nota. Reykingar eru sjaldgæfar hjá Amish fólkinu, einstaka karlmaður reykir en konur ekki. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Ohio voru Amish íbúar með 40% lægri tíðni krabbameins en aðrir íbúar í fylkinu. Reyndar er hár blóðþrýstingur aðeins algengari en hjá öðrum en það gæti stafað af mataræðinu sem er mjög þungt. Amish fólkið borðar pönnukökur, egg og pylsur á morgnana og kjöt, kartöflur og sósu í kvöldmat. Hins vegar vinnur fólkið án tækja og hreyfir sig mikið. Þess vegna brenna Amish íbúar fleiri kaloríum en aðrir Bandaríkjamenn.Góð gen Ein helsta ástæða fyrir því að Amish fólkið er langlífara en aðrir íbúar Bandaríkjanna getur þó tengst genum. Þeir sem aðhyllast Amish eru um 318 þúsund en þeir eru afkomendur 200 fjölskyldna sem fluttu til Bandaríkjanna um 1700. Þeir giftu sig innan Amish samfélagsins og þess vegna hafa sömu genin gengið mann fram af manni. Samkvæmt rannsókn sem gerð var nýlega við Northwestern University virðast genin í Amish samfélaginu gera fólkinu kleift að lifa að minnsta kosti 10% lengur en aðrir. Aðrir þættir eins og til dæmis lífsstíll virðist sömuleiðis hægja á öldrun. Til eru góð og slæm gen en Amish fólkið virðist hafa verið heppið þegar kemur að genunum, að því er greint er frá í Time. Þeir sem eldast í Amish samfélaginu búa heima hjá ættingjum sem hugsa um þá. Talið er að það geri heilmikið fyrir heilsuna að vera í öryggi fjölskyldunnar þegar aldurinn færist yfir. Í daglegum hraða bandarísks samfélags er ekki mikill tími fyrir fólk til að sinna öldruðum foreldrum en því er öðruvísi farið hjá Amish fólkinu.Tíminn virðist standa í stað hjá Amish fólkinu enda neitar það sér um öll nútímaþægindi.Vísir/gettyHaldið í gamlar hefðir Amish samfélagið er forvitnilegt á margan hátt. Það hefur ekkert breyst í gegnum aldirnar og mjög er haldið í gamlar hefðir. Klæðaburður er einfaldur, kvenfólkið klæðist ermalöngum kjólum með svuntu. Hárið má ekki klippa. Á höfði bera þær húfu, svarta ef þær eru einhleypar en hvíta séu þær giftar. Amish konur mega ekki ganga með skartgripi. Karlmenn ganga í dökkum fötum, víðum buxum og skyrtu. Þeir ganga með hatt og eftir að þeir kvænast mega þeir ekki raka skegg sitt. Fatnaður Amish fólksins er tjáning trúar að þeirra mati. Árið 1919 var samþykkt meðal Amish að rafmagn skyldi ekki innleitt í byggðir þeirra. Rafmagn væri af hinu illa, gæti leitt til of mikilla freistinga og haft skaðleg áhrif á kirkjusókn og fjölskyldulíf. Mörgum þætti skrítið að neita sér um nútíma þægindi en Amish gildin ganga einmitt út á það. Til dæmis verndar Amish samfélagið þegna sína gagnvart utanaðkomandi áreiti eins og frá útvarpi og sjónvarpi. Börnin taka þátt í húsverkum og gæta yngri systkina. Bannað er að leika á hljóðfæri enda telst það til veraldlegra gæða. Engin ofþyngd Amish fólkið starfar við að rækta landið og selja afurðir sínar á mörkuðum. Ferðaþjónusta hefur aukist en margir vilja sjá með eigin augun hvernig Amish fólkið býr og starfar. Lífið er einfalt en getur verið erfitt. Því hefur verið haldið fram að Amish börn séu hamingjusamari en önnur börn. Þau eru alin upp við sterk fjölskyldubönd og mikið lagt upp úr fyrirgefningu. Þau þekkja ekki tölvuleiki eða sjónvarpsþætti en nota eigin sköpunargáfu til að skemmta sér. Árið 2004 fékk American College of Sports Medicine nokkra Amish sjálfboðaliða til að vera með skrefamæli. Niðurstöðurnar sýndu að Amish karlar tóku 18.425 skref á dag og konur 14.196. Stöðugt er verið að hvetja fólk til að ná tíu þúsund skrefum á dag en fæstum tekst það. Offita er nánast óþekkt í samfélagi Amish sem þýðir að sykursýki 2 er sjaldgæfur sjúkdómur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Amish fólkið býr aðallega í Pennsylvaníu, Ohio og Indiana í Bandaríkjunum. Það lifir fábreyttu lífi án bíla, sjónvarps, síma, tölva eða jafnvel rafmagns. Yfirleitt neitar það sér um alla þá tækni sem öðrum finnst sjálfsagt að nota. Reykingar eru sjaldgæfar hjá Amish fólkinu, einstaka karlmaður reykir en konur ekki. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Ohio voru Amish íbúar með 40% lægri tíðni krabbameins en aðrir íbúar í fylkinu. Reyndar er hár blóðþrýstingur aðeins algengari en hjá öðrum en það gæti stafað af mataræðinu sem er mjög þungt. Amish fólkið borðar pönnukökur, egg og pylsur á morgnana og kjöt, kartöflur og sósu í kvöldmat. Hins vegar vinnur fólkið án tækja og hreyfir sig mikið. Þess vegna brenna Amish íbúar fleiri kaloríum en aðrir Bandaríkjamenn.Góð gen Ein helsta ástæða fyrir því að Amish fólkið er langlífara en aðrir íbúar Bandaríkjanna getur þó tengst genum. Þeir sem aðhyllast Amish eru um 318 þúsund en þeir eru afkomendur 200 fjölskyldna sem fluttu til Bandaríkjanna um 1700. Þeir giftu sig innan Amish samfélagsins og þess vegna hafa sömu genin gengið mann fram af manni. Samkvæmt rannsókn sem gerð var nýlega við Northwestern University virðast genin í Amish samfélaginu gera fólkinu kleift að lifa að minnsta kosti 10% lengur en aðrir. Aðrir þættir eins og til dæmis lífsstíll virðist sömuleiðis hægja á öldrun. Til eru góð og slæm gen en Amish fólkið virðist hafa verið heppið þegar kemur að genunum, að því er greint er frá í Time. Þeir sem eldast í Amish samfélaginu búa heima hjá ættingjum sem hugsa um þá. Talið er að það geri heilmikið fyrir heilsuna að vera í öryggi fjölskyldunnar þegar aldurinn færist yfir. Í daglegum hraða bandarísks samfélags er ekki mikill tími fyrir fólk til að sinna öldruðum foreldrum en því er öðruvísi farið hjá Amish fólkinu.Tíminn virðist standa í stað hjá Amish fólkinu enda neitar það sér um öll nútímaþægindi.Vísir/gettyHaldið í gamlar hefðir Amish samfélagið er forvitnilegt á margan hátt. Það hefur ekkert breyst í gegnum aldirnar og mjög er haldið í gamlar hefðir. Klæðaburður er einfaldur, kvenfólkið klæðist ermalöngum kjólum með svuntu. Hárið má ekki klippa. Á höfði bera þær húfu, svarta ef þær eru einhleypar en hvíta séu þær giftar. Amish konur mega ekki ganga með skartgripi. Karlmenn ganga í dökkum fötum, víðum buxum og skyrtu. Þeir ganga með hatt og eftir að þeir kvænast mega þeir ekki raka skegg sitt. Fatnaður Amish fólksins er tjáning trúar að þeirra mati. Árið 1919 var samþykkt meðal Amish að rafmagn skyldi ekki innleitt í byggðir þeirra. Rafmagn væri af hinu illa, gæti leitt til of mikilla freistinga og haft skaðleg áhrif á kirkjusókn og fjölskyldulíf. Mörgum þætti skrítið að neita sér um nútíma þægindi en Amish gildin ganga einmitt út á það. Til dæmis verndar Amish samfélagið þegna sína gagnvart utanaðkomandi áreiti eins og frá útvarpi og sjónvarpi. Börnin taka þátt í húsverkum og gæta yngri systkina. Bannað er að leika á hljóðfæri enda telst það til veraldlegra gæða. Engin ofþyngd Amish fólkið starfar við að rækta landið og selja afurðir sínar á mörkuðum. Ferðaþjónusta hefur aukist en margir vilja sjá með eigin augun hvernig Amish fólkið býr og starfar. Lífið er einfalt en getur verið erfitt. Því hefur verið haldið fram að Amish börn séu hamingjusamari en önnur börn. Þau eru alin upp við sterk fjölskyldubönd og mikið lagt upp úr fyrirgefningu. Þau þekkja ekki tölvuleiki eða sjónvarpsþætti en nota eigin sköpunargáfu til að skemmta sér. Árið 2004 fékk American College of Sports Medicine nokkra Amish sjálfboðaliða til að vera með skrefamæli. Niðurstöðurnar sýndu að Amish karlar tóku 18.425 skref á dag og konur 14.196. Stöðugt er verið að hvetja fólk til að ná tíu þúsund skrefum á dag en fæstum tekst það. Offita er nánast óþekkt í samfélagi Amish sem þýðir að sykursýki 2 er sjaldgæfur sjúkdómur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira