Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson skrifar 15. mars 2018 09:04 Alþjóðlegar skuldbindingar skipta máli. Óvíst er enn um afleiðingar þess fyrir ríkiskassann ef landið stendur ekki við Parísarmarkmið sín. Hins vegar er víst að mikið er í húfi að markmiðin náist. Yfirvofandi stórútgjöld vegna kaupa á kolefniskvóta til að fylla upp í samninginn ættu að reka á eftir okkur og brýna til aðgerða. Helsta hvatningin er þó sú raunverulega ógn sem felst í afleiðingum hlýnunar loftslagsins á jörðinni. Dýrt yrði þjóðinni að kaupa kolefniskvóta. Fjármagn sem væri hægt að nota innan lands til góðra verka tapaðist úr landi. Margfalt dýrkeyptari yrðu þó afleiðingar loftslagsbreytinga ef allt fer á versta veg. Hagkvæmast væri ef koma mætti í veg fyrir þær. Til mikils er að vinna . Enginn er fríaður ábyrgð, jafnvel þótt hverju mannkerti kunni að þykja lítið til sjálfs sín koma í stórum heimi. Hugsa ber um komandi kynslóðir. Neituðu Íslendingar að kaupa kolefniskvóta upp í skuldbindingar yrði það álitshnekkir fyrir þjóðina. Í annarra augum yrðum við þjóð sem ekki vildi gera sitt til að bjarga jörðinni frá hörmungum. Við höfum valið að leggja loftslagsbókhald okkar inn í sameiginlegt bókhald Evrópuríkja. Enn á eftir að koma í ljós hversu mikið við fáum þar viðurkennt af bindingu í gróðri og jarðvegi. En binding er samt binding, hvort sem hún hlýtur náð fyrir augum bókhaldara eða ekki. Kolefnissameindin spyr ekki að því hvort á henni standi ESB eða EFTA. Mestu skiptir að sem minnst fjölgi þeim sameindum koltvísýrings sem svífa um í lofthjúpi jarðarinnar. Já, dýrt yrði að standa ekki við sitt í loftslagsmálunum. Í samanburði er aftur á móti ódýrt að rækta skóg. Valið er auðvelt ef það stendur milli þess að greiða tugi milljarða króna fyrir kolefniskvóta eða leggja einn til tvo milljarða á ári aukalega í skógrækt. Skógrækt er þar að auki örugg fjárfesting sem skilar sér margföld til baka á endanum. Við bæði spörum og græðum með skógrækt. Nóg er af landi á Íslandi. Ríkið á fjölda jarða sem nýta mætti til skógræktar. Landgræðslan hefur grætt upp stór svæði sem nú eru „tilbúin undir tréverk“ eins og landgræðslustjóri hefur orðað það. Landgræðslan vill vinna með Skógræktinni að því að klæða þessi lönd nytjaskógi þar sem það hentar og vilji er til en birkiskógi annars staðar. Á löndum bænda og annarra landeigenda eru líka mikil tækifæri. Fá Evrópulönd búa við nægt landrými eins og við. Kunnáttuna höfum við líka. Af aldarlöngu skógræktarstarfi höfum við lært hvað reynist best og við höfum vel menntað fólk til verkanna. Til þess að auka framleiðslu skógarplantna þarf að setja fram skýra stefnu og tryggja fé til skógræktar nægilega mörg ár fram í tímann til að ræktunarstöðvar geti byggt upp þá aðstöðu sem nauðsyn krefur. Skógrækt verður að vera ein af þeim leiðum sem farnar verða til að Íslendingar nái loftslagsmarkmiðum sínum. Hún er eitt verkfæranna í verkfærakistunni. Nú stendur líka svo á hjá okkur að hlúa þarf að byggð í sveitum landsins. Skógrækt er hvort tveggja í einu, hluti af lausn loftslagsvandans og hluti af lausninni á vanda bænda. Kolefni binst, bændur fá vinnu, nýta betur jarðir sínar, tæki og þekkingu og treysta búsetu áfram í sveitunum. Bújarðirnar verða verðmætari, lánstraust bænda í bönkum styrkist og það verður vænlegra fyrir ungt fólk að leggja búskap fyrir sig. Ræktun skóga og skjólbelta á bújörðum gagnast öðrum búgreinum vel, hvort sem það er ræktun nytjaplantna eða búpenings. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem senn verður kynnt væri óráð að gera ekki ráð fyrir stórauknum framlögum til skógræktar. En fé þarf einnig að koma úr atvinnulífinu. Örva mætti fjárfestingar í nýskógrækt gegnum skattkerfið. Loks geta áhugasamir einstaklingar líka gert sitt. Fjórföldum nýskógrækt á Íslandi! Það er ódýrt þegar allt er talið.Höfundur er kynningarstjóri Skógræktarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar skuldbindingar skipta máli. Óvíst er enn um afleiðingar þess fyrir ríkiskassann ef landið stendur ekki við Parísarmarkmið sín. Hins vegar er víst að mikið er í húfi að markmiðin náist. Yfirvofandi stórútgjöld vegna kaupa á kolefniskvóta til að fylla upp í samninginn ættu að reka á eftir okkur og brýna til aðgerða. Helsta hvatningin er þó sú raunverulega ógn sem felst í afleiðingum hlýnunar loftslagsins á jörðinni. Dýrt yrði þjóðinni að kaupa kolefniskvóta. Fjármagn sem væri hægt að nota innan lands til góðra verka tapaðist úr landi. Margfalt dýrkeyptari yrðu þó afleiðingar loftslagsbreytinga ef allt fer á versta veg. Hagkvæmast væri ef koma mætti í veg fyrir þær. Til mikils er að vinna . Enginn er fríaður ábyrgð, jafnvel þótt hverju mannkerti kunni að þykja lítið til sjálfs sín koma í stórum heimi. Hugsa ber um komandi kynslóðir. Neituðu Íslendingar að kaupa kolefniskvóta upp í skuldbindingar yrði það álitshnekkir fyrir þjóðina. Í annarra augum yrðum við þjóð sem ekki vildi gera sitt til að bjarga jörðinni frá hörmungum. Við höfum valið að leggja loftslagsbókhald okkar inn í sameiginlegt bókhald Evrópuríkja. Enn á eftir að koma í ljós hversu mikið við fáum þar viðurkennt af bindingu í gróðri og jarðvegi. En binding er samt binding, hvort sem hún hlýtur náð fyrir augum bókhaldara eða ekki. Kolefnissameindin spyr ekki að því hvort á henni standi ESB eða EFTA. Mestu skiptir að sem minnst fjölgi þeim sameindum koltvísýrings sem svífa um í lofthjúpi jarðarinnar. Já, dýrt yrði að standa ekki við sitt í loftslagsmálunum. Í samanburði er aftur á móti ódýrt að rækta skóg. Valið er auðvelt ef það stendur milli þess að greiða tugi milljarða króna fyrir kolefniskvóta eða leggja einn til tvo milljarða á ári aukalega í skógrækt. Skógrækt er þar að auki örugg fjárfesting sem skilar sér margföld til baka á endanum. Við bæði spörum og græðum með skógrækt. Nóg er af landi á Íslandi. Ríkið á fjölda jarða sem nýta mætti til skógræktar. Landgræðslan hefur grætt upp stór svæði sem nú eru „tilbúin undir tréverk“ eins og landgræðslustjóri hefur orðað það. Landgræðslan vill vinna með Skógræktinni að því að klæða þessi lönd nytjaskógi þar sem það hentar og vilji er til en birkiskógi annars staðar. Á löndum bænda og annarra landeigenda eru líka mikil tækifæri. Fá Evrópulönd búa við nægt landrými eins og við. Kunnáttuna höfum við líka. Af aldarlöngu skógræktarstarfi höfum við lært hvað reynist best og við höfum vel menntað fólk til verkanna. Til þess að auka framleiðslu skógarplantna þarf að setja fram skýra stefnu og tryggja fé til skógræktar nægilega mörg ár fram í tímann til að ræktunarstöðvar geti byggt upp þá aðstöðu sem nauðsyn krefur. Skógrækt verður að vera ein af þeim leiðum sem farnar verða til að Íslendingar nái loftslagsmarkmiðum sínum. Hún er eitt verkfæranna í verkfærakistunni. Nú stendur líka svo á hjá okkur að hlúa þarf að byggð í sveitum landsins. Skógrækt er hvort tveggja í einu, hluti af lausn loftslagsvandans og hluti af lausninni á vanda bænda. Kolefni binst, bændur fá vinnu, nýta betur jarðir sínar, tæki og þekkingu og treysta búsetu áfram í sveitunum. Bújarðirnar verða verðmætari, lánstraust bænda í bönkum styrkist og það verður vænlegra fyrir ungt fólk að leggja búskap fyrir sig. Ræktun skóga og skjólbelta á bújörðum gagnast öðrum búgreinum vel, hvort sem það er ræktun nytjaplantna eða búpenings. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem senn verður kynnt væri óráð að gera ekki ráð fyrir stórauknum framlögum til skógræktar. En fé þarf einnig að koma úr atvinnulífinu. Örva mætti fjárfestingar í nýskógrækt gegnum skattkerfið. Loks geta áhugasamir einstaklingar líka gert sitt. Fjórföldum nýskógrækt á Íslandi! Það er ódýrt þegar allt er talið.Höfundur er kynningarstjóri Skógræktarinnar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar