Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 13:48 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag staðinn í bænum Salisbury þar sem Skripal-feðginin urðu fyrir árásinni. vísir/getty Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. Í yfirlýsingunni er árásin sögð árás á fullveldi Bretlands en eitrað var fyrir Skripal með taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda. Skripal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi sem og dóttir hans, Yulia, sem einnig varð fyrir eitrinu. Ekki er algengt að leiðtogar þessara fjögurra ríkja, þau Theresa May, Donald Trump, Angela Merkel og Emmanuel Macron, sendi frá sameiginlegar yfirlýsingar. Yfirlýsingin nú kemur í kjölfar þess að bresk yfirvöld hafa unnið hörðum höndum að því að fá stuðning alþjóðasamfélagsins við viðbrögð sín við árásinni, að því er fram kemur í frétt Guardian.„Árásin er ógn við öryggi okkar allra“ „Notkun á hernaðarlegu taugaeitri, af þeirri tegund sem þróað er af rússneskum yfirvöldum, er fyrsta árás sinnar tegundar í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ segir í yfirlýsingunni þar sem jafnframt er tekið fram að ríkin fjögur fordæmi árásina gegn Skripal-feðginunum. „Breskur lögreglumaður sem einnig varð fyrir árásinni er enn þungt haldinn og líf margra saklausra breskra borgara hefur verið ógnað. [...] Þetta er ógn við fullveldi Bretlands og öll sambærileg notkun af hálfu ríkis er augljóst brot á sáttmála um efnavopn sem og brot á alþjóðalögum. Árásin er ógn við öryggi okkar allra. Bretland hefur gert vinaþjóðum sínum grein fyrir því að það telji afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin kemur daginn eftir að May tilkynnti að hún muni vísa 23 rússneskum erindrekum frá Bretlandi á næstunni vegna árásarinnar. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið neitað því að hafa eitthvað haft með árásina að gera og hyggjast vísa breskum erindrekum frá Rússlandi vegna aðgerða breskra yfirvalda gegn Rússum. Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. Í yfirlýsingunni er árásin sögð árás á fullveldi Bretlands en eitrað var fyrir Skripal með taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda. Skripal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi sem og dóttir hans, Yulia, sem einnig varð fyrir eitrinu. Ekki er algengt að leiðtogar þessara fjögurra ríkja, þau Theresa May, Donald Trump, Angela Merkel og Emmanuel Macron, sendi frá sameiginlegar yfirlýsingar. Yfirlýsingin nú kemur í kjölfar þess að bresk yfirvöld hafa unnið hörðum höndum að því að fá stuðning alþjóðasamfélagsins við viðbrögð sín við árásinni, að því er fram kemur í frétt Guardian.„Árásin er ógn við öryggi okkar allra“ „Notkun á hernaðarlegu taugaeitri, af þeirri tegund sem þróað er af rússneskum yfirvöldum, er fyrsta árás sinnar tegundar í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ segir í yfirlýsingunni þar sem jafnframt er tekið fram að ríkin fjögur fordæmi árásina gegn Skripal-feðginunum. „Breskur lögreglumaður sem einnig varð fyrir árásinni er enn þungt haldinn og líf margra saklausra breskra borgara hefur verið ógnað. [...] Þetta er ógn við fullveldi Bretlands og öll sambærileg notkun af hálfu ríkis er augljóst brot á sáttmála um efnavopn sem og brot á alþjóðalögum. Árásin er ógn við öryggi okkar allra. Bretland hefur gert vinaþjóðum sínum grein fyrir því að það telji afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin kemur daginn eftir að May tilkynnti að hún muni vísa 23 rússneskum erindrekum frá Bretlandi á næstunni vegna árásarinnar. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið neitað því að hafa eitthvað haft með árásina að gera og hyggjast vísa breskum erindrekum frá Rússlandi vegna aðgerða breskra yfirvalda gegn Rússum.
Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00