Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2018 15:28 Kim Jong-un heilsar þjóðaröryggisráðgjafa Suður-Kóreu í byrjun mánaðarins. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stinga upp á funi við embættismenn Norður-Kóreu sem halda á seinna í mánuðinum svo hægt verði að undirbúa fund á milli Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem á að fara fram við landamæri ríkjanna í næsta mánuði. Þetta verður í þriðja sinn sem leiðtogar ríkjanna mætast. Það gerðist síðast árið 2007 og þar áður árið 2000. Fyrri fundirnir tveir hafa farið fram í Pyongyang en að þessu sinni verður fundurinn haldin sunnan við landamærin í þorpinu Panmunjom. Það var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna og er umkringt jarðsprengjum og girðingum. Hermenn ríkjanna standa þar andspænis hvorum öðrum við landamærin.Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Kang Kyung-wha, fór til Bandaríkjanna í gær þar sem hún og aðrir erindrekar hafa rætt við bandaríska embættismenn um fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim sem áætlað er að fari fram í lok maí. Báðir fundirnir munu að mestu leyti snúast um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu. Kang ræddi við bandaríska þingmenn í gær og samkvæmt Yonhap sögðust þeir bæði hafa áhyggjur og vera vongóðir vegna fundar Trump og Kim.Í dag mun hún funda með John Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem tekið hefur við ráðuneytinu eftir að Trump rak Rex Tillerson. Einnig er mögulegt að hún muni funda með Mike Pompeo, yfirmanni CIA, sem Trump hefur varið til að taka við af Tillerson. Hann hefur þó ekki verið staðfestur í embættið af öldungadeild Bandaríkjaþings. Norður-Kórea Tengdar fréttir Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00 Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Utanríkisráðherra Norður-Kóreu í Svíþjóð Svíþjóð er eitt af fáum vestrænum ríkjum sem er með sendiráð í Norður-Kóreu og sinna þeir meðal annars störfum fyrir Bandaríkin í gegnum sendiráð sitt. 15. mars 2018 11:49 Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 23:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stinga upp á funi við embættismenn Norður-Kóreu sem halda á seinna í mánuðinum svo hægt verði að undirbúa fund á milli Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem á að fara fram við landamæri ríkjanna í næsta mánuði. Þetta verður í þriðja sinn sem leiðtogar ríkjanna mætast. Það gerðist síðast árið 2007 og þar áður árið 2000. Fyrri fundirnir tveir hafa farið fram í Pyongyang en að þessu sinni verður fundurinn haldin sunnan við landamærin í þorpinu Panmunjom. Það var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna og er umkringt jarðsprengjum og girðingum. Hermenn ríkjanna standa þar andspænis hvorum öðrum við landamærin.Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Kang Kyung-wha, fór til Bandaríkjanna í gær þar sem hún og aðrir erindrekar hafa rætt við bandaríska embættismenn um fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim sem áætlað er að fari fram í lok maí. Báðir fundirnir munu að mestu leyti snúast um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu. Kang ræddi við bandaríska þingmenn í gær og samkvæmt Yonhap sögðust þeir bæði hafa áhyggjur og vera vongóðir vegna fundar Trump og Kim.Í dag mun hún funda með John Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem tekið hefur við ráðuneytinu eftir að Trump rak Rex Tillerson. Einnig er mögulegt að hún muni funda með Mike Pompeo, yfirmanni CIA, sem Trump hefur varið til að taka við af Tillerson. Hann hefur þó ekki verið staðfestur í embættið af öldungadeild Bandaríkjaþings.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00 Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Utanríkisráðherra Norður-Kóreu í Svíþjóð Svíþjóð er eitt af fáum vestrænum ríkjum sem er með sendiráð í Norður-Kóreu og sinna þeir meðal annars störfum fyrir Bandaríkin í gegnum sendiráð sitt. 15. mars 2018 11:49 Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 23:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00
Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu í Svíþjóð Svíþjóð er eitt af fáum vestrænum ríkjum sem er með sendiráð í Norður-Kóreu og sinna þeir meðal annars störfum fyrir Bandaríkin í gegnum sendiráð sitt. 15. mars 2018 11:49
Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 23:30