Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Sergei Skripal í dómssal árið 2006 þegar hann var fangelsaður fyrir njósnir. Vísir/EPA Engin ástæða er til að efast um það mat breskra yfirvalda að Rússar hafi eitrað fyrir Sergei og Júlíu Skrípal með taugaeitri í Salisbury þann 4. mars síðastliðinn. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í gær. Sagði hann jafnframt að Bretar stæðu ekki einir í málinu heldur myndu ríki Atlantshafsbandalagsins fylkja sér að baki ríkisstjórn Theresu May. Sergei Skrípal var rússneskur gagnnjósnari fyrir Breta. Hann var fangelsaður í heimalandinu árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi 2010 við njósnaraskipti og hefur búið þar síðan. „Það er mikilvægt að Rússar skilji hverju þeir tapa á því að haga sér á þann hátt sem þeir hafa gert,“ sagði Stoltenberg enn fremur og bætti við að Rússar hefðu með þessu ekki verið að haga sér á óábyrgan hátt í fyrsta skipti enda hafi Bandaríkjamenn ítrekað sakað Rússa um tölvuárásir og ólögleg afskipti af forsetakosningum ársins 2016. Eins og Stoltenberg sagði þá standa Bretar vissulega ekki einir í málinu. Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Ástralar og yfirvöld í Eystrasaltsríkjunum hafa fylkt sér að baki Breta, þrátt fyrir að Rússar hafi ítrekað neitað sök í málinu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, endurtók ásakanirnar í gær. Sagði hann yfirgnæfandi líkur á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði fyrirskipað árásina. „Við höfum ekkert gegn Rússum. Þetta er engin Rússafælni. Deilan er bara á milli okkar og stjórnar Pútíns. Hún snýst um ákvörðun hans um að beita taugaeitri á götum Bretlands, á götum evrópskrar borgar í fyrsta skipti frá seinna stríði.“ Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi og þar með stjórnarandstöðunnar, er hins vegar ekki jafnviss. Í grein sem hann skrifaði í Guardian í gær varaði hann við því að draga ályktanir of fljótt, áður en nægileg sönnunargögn hefðu fundist. Fordæmdi hann árásina sjálfa og sagðist ekki útiloka að rússneska mafían hefði staðið að henni í stað yfirvalda. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki allir sammála formanni sínum. Þrjátíu þingmenn flokksins eru á meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um að breska þingið lýsi því yfir að Rússar hafi borið fulla ábyrgð á árásinni. Rússar héldu áfram að neita því í gær að hafa staðið að árásinni. Sögðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Dmítrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, jafnframt að von væri á tilkynningu um brottvísun breskra erindreka hvað úr hverju. „Fyrr eða síðar munu Bretar þurfa að sýna svokölluðum bandamönnum sínum sönnunargögnin í málinu. Fyrr eða síðar þurfa þeir að rökstyðja ásakanir sínar,“ sagði Peskov. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af stuðningi við Breta og ítrekaði beiðni Rússa um sýni af eitrinu sem notað var í árásinni svo Rússar gætu rannsakað það sjálfir. Lögreglan í Wiltshire sagði í gær frá því að þeir einstaklingar, 131 að tölu, sem talið var að gætu hafa komist í tæri við eitrið hafi ekki sýnt nein einkenni eitrunar. Þá sagði sjúkrahúsið í Salisbury að 46 hafi leitað til læknis vegna áhyggja af eitrun en að engan hafi þurft að leggja inn. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Engin ástæða er til að efast um það mat breskra yfirvalda að Rússar hafi eitrað fyrir Sergei og Júlíu Skrípal með taugaeitri í Salisbury þann 4. mars síðastliðinn. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í gær. Sagði hann jafnframt að Bretar stæðu ekki einir í málinu heldur myndu ríki Atlantshafsbandalagsins fylkja sér að baki ríkisstjórn Theresu May. Sergei Skrípal var rússneskur gagnnjósnari fyrir Breta. Hann var fangelsaður í heimalandinu árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi 2010 við njósnaraskipti og hefur búið þar síðan. „Það er mikilvægt að Rússar skilji hverju þeir tapa á því að haga sér á þann hátt sem þeir hafa gert,“ sagði Stoltenberg enn fremur og bætti við að Rússar hefðu með þessu ekki verið að haga sér á óábyrgan hátt í fyrsta skipti enda hafi Bandaríkjamenn ítrekað sakað Rússa um tölvuárásir og ólögleg afskipti af forsetakosningum ársins 2016. Eins og Stoltenberg sagði þá standa Bretar vissulega ekki einir í málinu. Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Ástralar og yfirvöld í Eystrasaltsríkjunum hafa fylkt sér að baki Breta, þrátt fyrir að Rússar hafi ítrekað neitað sök í málinu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, endurtók ásakanirnar í gær. Sagði hann yfirgnæfandi líkur á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði fyrirskipað árásina. „Við höfum ekkert gegn Rússum. Þetta er engin Rússafælni. Deilan er bara á milli okkar og stjórnar Pútíns. Hún snýst um ákvörðun hans um að beita taugaeitri á götum Bretlands, á götum evrópskrar borgar í fyrsta skipti frá seinna stríði.“ Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi og þar með stjórnarandstöðunnar, er hins vegar ekki jafnviss. Í grein sem hann skrifaði í Guardian í gær varaði hann við því að draga ályktanir of fljótt, áður en nægileg sönnunargögn hefðu fundist. Fordæmdi hann árásina sjálfa og sagðist ekki útiloka að rússneska mafían hefði staðið að henni í stað yfirvalda. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki allir sammála formanni sínum. Þrjátíu þingmenn flokksins eru á meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um að breska þingið lýsi því yfir að Rússar hafi borið fulla ábyrgð á árásinni. Rússar héldu áfram að neita því í gær að hafa staðið að árásinni. Sögðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Dmítrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, jafnframt að von væri á tilkynningu um brottvísun breskra erindreka hvað úr hverju. „Fyrr eða síðar munu Bretar þurfa að sýna svokölluðum bandamönnum sínum sönnunargögnin í málinu. Fyrr eða síðar þurfa þeir að rökstyðja ásakanir sínar,“ sagði Peskov. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af stuðningi við Breta og ítrekaði beiðni Rússa um sýni af eitrinu sem notað var í árásinni svo Rússar gætu rannsakað það sjálfir. Lögreglan í Wiltshire sagði í gær frá því að þeir einstaklingar, 131 að tölu, sem talið var að gætu hafa komist í tæri við eitrið hafi ekki sýnt nein einkenni eitrunar. Þá sagði sjúkrahúsið í Salisbury að 46 hafi leitað til læknis vegna áhyggja af eitrun en að engan hafi þurft að leggja inn.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30
Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent