Ríkissaksóknari tætir teflonið utan af Zuma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. mars 2018 08:30 Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm í umfangsmiklu spillingarmáli. Nordicphotos/AFP Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira