„Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. mars 2018 12:12 Gjafabréf Wow air hafa aðeins árs gildistíma. Leiðbeinandi reglur gera ráð fyrir fjórum árum. vísir/vilhelm Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. Kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa koma reglulega á borð Neytendasamtakanna, til að mynda vegna gjafabréfa Wow air sem hafa aðeins árs gildistíma. Margar kvartanir sem Neytendasamtökin fá vegna gjafabréfa eru vegna gjafabréfa flugfélaga, sérstaklega Wow air, en samkvæmt skilmálum þeirra er gildistíminn aðeins eitt ár og ferðin þarf að hafa verið farin innan þess árs. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakann segir engin lög gilda um gildistíma en ákveðin viðmið séu til. „Það er almennur fyrningarfrestur á kröfum og leiðbeinandi reglur um skilarétt, þá er talað um fjögur ár. En þetta eru leiðbeinandi reglur.“ Of stuttur gildistími Neytendasamtökin sendu erindi á Wow air í janúar og fóru þess á leit að fyrirtækið breytti skilmálum sínum og lengdi gildistíma gjafabréfa úr einu ári í fjögur ár. Wow air þakkaði erindið en tjáði að það hefði ekki í hyggju að breyta fyrirkomulaginu. Nú hefur Wow air hins vegar hætt sölu gjafabréfa og segir Brynhildur það skref í rétta átt enda eigi neytendur ekki að tapa fjármunum vegna ósanngjarnra skilmála. Icelandair er með tveggja ára gildistíma sem Brynhildi finnst einnig of stuttur og segir hún Neytendasamtökin ekki geta ráðlagt kaup á gjafabréfum með svo stuttum gildistíma. „Gjafabréf eru sniðug gjöf. Það er óþolandi að það sé verið skilyrða gildistímann. Seljandinn er búinn að fá peninginn í sinn rekstur og ekkert búinn að gera á móti. Ég skil ekki alveg af hverju seljendur koma ekki betur til móts við kaupendur og það væri fróðlegt að vita hve mikið fjármagn liggur að baki útrunnum gjafabréfum og þeim peningum væri betur varið í eitthvað annað,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Neytendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. Kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa koma reglulega á borð Neytendasamtakanna, til að mynda vegna gjafabréfa Wow air sem hafa aðeins árs gildistíma. Margar kvartanir sem Neytendasamtökin fá vegna gjafabréfa eru vegna gjafabréfa flugfélaga, sérstaklega Wow air, en samkvæmt skilmálum þeirra er gildistíminn aðeins eitt ár og ferðin þarf að hafa verið farin innan þess árs. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakann segir engin lög gilda um gildistíma en ákveðin viðmið séu til. „Það er almennur fyrningarfrestur á kröfum og leiðbeinandi reglur um skilarétt, þá er talað um fjögur ár. En þetta eru leiðbeinandi reglur.“ Of stuttur gildistími Neytendasamtökin sendu erindi á Wow air í janúar og fóru þess á leit að fyrirtækið breytti skilmálum sínum og lengdi gildistíma gjafabréfa úr einu ári í fjögur ár. Wow air þakkaði erindið en tjáði að það hefði ekki í hyggju að breyta fyrirkomulaginu. Nú hefur Wow air hins vegar hætt sölu gjafabréfa og segir Brynhildur það skref í rétta átt enda eigi neytendur ekki að tapa fjármunum vegna ósanngjarnra skilmála. Icelandair er með tveggja ára gildistíma sem Brynhildi finnst einnig of stuttur og segir hún Neytendasamtökin ekki geta ráðlagt kaup á gjafabréfum með svo stuttum gildistíma. „Gjafabréf eru sniðug gjöf. Það er óþolandi að það sé verið skilyrða gildistímann. Seljandinn er búinn að fá peninginn í sinn rekstur og ekkert búinn að gera á móti. Ég skil ekki alveg af hverju seljendur koma ekki betur til móts við kaupendur og það væri fróðlegt að vita hve mikið fjármagn liggur að baki útrunnum gjafabréfum og þeim peningum væri betur varið í eitthvað annað,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.
Neytendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira