Sex and the City-leikkona fer í framboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 20:00 Cynthia Nixon býður sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningarnar fara fram í byrjun nóvember. vísir/getty Bandaríska leikkonan, Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningar til ríkisstjóra fara fram í byrjun nóvember. Nixon tilkynnti um framboðið með myndbandi á samfélagsmiðlum í dag auk þess sem vefsíðan Cynthia for New York opnaði. Í myndbandinu segir Nixon að hún hafi alltaf búið í New York og að hún vilji hvergi annars staðar búa. Hins vegar sé margt sem betur megi fara í fylkinu og eitthvað þurfi að breytast. Bendir Nixon meðal annars á gríðarlegt bil á milli ríkra og fátæka sem einkennir einmitt stærstu borg fylkisins, New York, en Nixon segir að misskipting auðs sé mest í New York-fylki af öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þannig búi helmingur barna í borgum í norðurhluta fylkisins fyrir neðan fátækramörk. Samkvæmt frétt New York Times hefur núverandi ríkisstjóri New York, Andrew M. Cuomo, gott forskot á Nixon ef marka má skoðanakannanir. Nýleg könnun sýnir hann með 66 prósent fylgi á meðal kjósenda Demókrata á meðan Nixon er með 19 prósent fylgi. Könnunin var hins vegar gerð áður en Nixon lýsti formlega yfir framboði í dag. Nixon hefur lengi látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og hefur helst barist fyrir bættu menntakerfi, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Nixon er þó án efa þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni HBO á árunum 1998 til 2004. Hún virðist þó ekki mjög þekkt á meðal kjósenda ef marka má fyrrnefnda könnun þar sem 60 prósent svarenda sögðust ekki hafa neina skoðun á henni. Tengdar fréttir Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Bandaríska leikkonan, Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningar til ríkisstjóra fara fram í byrjun nóvember. Nixon tilkynnti um framboðið með myndbandi á samfélagsmiðlum í dag auk þess sem vefsíðan Cynthia for New York opnaði. Í myndbandinu segir Nixon að hún hafi alltaf búið í New York og að hún vilji hvergi annars staðar búa. Hins vegar sé margt sem betur megi fara í fylkinu og eitthvað þurfi að breytast. Bendir Nixon meðal annars á gríðarlegt bil á milli ríkra og fátæka sem einkennir einmitt stærstu borg fylkisins, New York, en Nixon segir að misskipting auðs sé mest í New York-fylki af öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þannig búi helmingur barna í borgum í norðurhluta fylkisins fyrir neðan fátækramörk. Samkvæmt frétt New York Times hefur núverandi ríkisstjóri New York, Andrew M. Cuomo, gott forskot á Nixon ef marka má skoðanakannanir. Nýleg könnun sýnir hann með 66 prósent fylgi á meðal kjósenda Demókrata á meðan Nixon er með 19 prósent fylgi. Könnunin var hins vegar gerð áður en Nixon lýsti formlega yfir framboði í dag. Nixon hefur lengi látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og hefur helst barist fyrir bættu menntakerfi, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Nixon er þó án efa þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni HBO á árunum 1998 til 2004. Hún virðist þó ekki mjög þekkt á meðal kjósenda ef marka má fyrrnefnda könnun þar sem 60 prósent svarenda sögðust ekki hafa neina skoðun á henni.
Tengdar fréttir Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30