„Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér. EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira
Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér.
EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira