Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 07:26 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00
Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25
Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03