Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 07:26 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00
Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25
Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03