Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Xi Jinping nýtur mikillar hylli í heimalandinu. Vísir/AFP Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira