Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Xi Jinping nýtur mikillar hylli í heimalandinu. Vísir/AFP Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira