Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37