Love fékk kvíðakast í miðjum leik: „Eins og heilinn væri að reyna að skríða út úr höfðinu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 10:00 Kevin Love hugsar nú betur um andlega heilsu sína. vísir/getty Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, opnar sig í pistli sem hann skrifar á vefsíðuna The Players Tribune um ástæðu þess að hann þurfti að yfirgefa tvo leiki á tímabilinu þegar að þeir voru enn í fullum gangi. Ástæðan er sú að Love fékk kvíðakast í miðjum leik, en vegna þess lítur hann nú allt öðrum augum á andleg veikindi íþróttamanna sem urðu kveikjan að skrifum hans. Love var færður á sjúkrahús 5. nóvember þegar að Cleveland tapaði fyrir Atlanta Hawks en hann kvartaði þá yfir magaverk og erfiðleika með andardrátt. Hann segir í pistli sínum að einkennin hafi komið til vegna kvíðakastsins. „Þetta kom upp úr engu. Ég hafði aldrei fengið kvíðakast áður. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til. En þau eru til. Þau eru eins raunveruleg og handarbrot eða tognaður ökkli. Frá þessum degi hef ég breytt því hvernig ég hugsa um andleg veikindi,“ skrifar Love.Kevin Love á fullu í leik með Cleveland.vísir/gettyLove þurfti einnig að yfirgefa leik á móti Oklahoma City í janúar sem tapaðist en þá varð allt vitlaust innan liðsins. Haldinn var neyðarfundur þar sem sumir liðsfélagar Loves efuðust um að nokkuð væri að honum. Þeir vildu meina að hann væri bara auli sem gæfist upp þegar að vindar blésu á móti. Þrátt fyrir að skrifa ekkert um þann fund í pistli sínum herma heimildir ESPN að Love sagði liðsfélögum sínum frá kvíðakastinu í þeim leik á umræddum fundi. Leikmaðurinn skrifar um það í pistli sínum að hann hefur verið undir álagi heima fyrir og ekki að sofa vel. Hann vissi að eitthvað var að áður en leikurinn á móti Atlanta hófst. „Það er erfitt að lýsa þessu. Það var eins og heimurinn snérist og eins og heilinn á mér væri að reyna að skríða út úr höfðinu. Loftið var þykkt og þungt. Munurinn var skraufþurr. Ég man að einn aðstoðarþjálfarinn öskraði eitthvað um varnarleik og ég kinkaði kolli án þess að heyra hvað hann var að segja. Ég var að fríka út,“ segir Kevin Love. NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, opnar sig í pistli sem hann skrifar á vefsíðuna The Players Tribune um ástæðu þess að hann þurfti að yfirgefa tvo leiki á tímabilinu þegar að þeir voru enn í fullum gangi. Ástæðan er sú að Love fékk kvíðakast í miðjum leik, en vegna þess lítur hann nú allt öðrum augum á andleg veikindi íþróttamanna sem urðu kveikjan að skrifum hans. Love var færður á sjúkrahús 5. nóvember þegar að Cleveland tapaði fyrir Atlanta Hawks en hann kvartaði þá yfir magaverk og erfiðleika með andardrátt. Hann segir í pistli sínum að einkennin hafi komið til vegna kvíðakastsins. „Þetta kom upp úr engu. Ég hafði aldrei fengið kvíðakast áður. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til. En þau eru til. Þau eru eins raunveruleg og handarbrot eða tognaður ökkli. Frá þessum degi hef ég breytt því hvernig ég hugsa um andleg veikindi,“ skrifar Love.Kevin Love á fullu í leik með Cleveland.vísir/gettyLove þurfti einnig að yfirgefa leik á móti Oklahoma City í janúar sem tapaðist en þá varð allt vitlaust innan liðsins. Haldinn var neyðarfundur þar sem sumir liðsfélagar Loves efuðust um að nokkuð væri að honum. Þeir vildu meina að hann væri bara auli sem gæfist upp þegar að vindar blésu á móti. Þrátt fyrir að skrifa ekkert um þann fund í pistli sínum herma heimildir ESPN að Love sagði liðsfélögum sínum frá kvíðakastinu í þeim leik á umræddum fundi. Leikmaðurinn skrifar um það í pistli sínum að hann hefur verið undir álagi heima fyrir og ekki að sofa vel. Hann vissi að eitthvað var að áður en leikurinn á móti Atlanta hófst. „Það er erfitt að lýsa þessu. Það var eins og heimurinn snérist og eins og heilinn á mér væri að reyna að skríða út úr höfðinu. Loftið var þykkt og þungt. Munurinn var skraufþurr. Ég man að einn aðstoðarþjálfarinn öskraði eitthvað um varnarleik og ég kinkaði kolli án þess að heyra hvað hann var að segja. Ég var að fríka út,“ segir Kevin Love.
NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti