Of fáir karlar í jafnréttisráði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. mars 2018 13:37 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra Vísir/Eyþór Hlutfall kynja er ekki jafnt í jafnréttisráði. Hlutfall kynjanna skal samkvæmt lögum vera jafnt í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Sjö konur og fjórir karlar eru í jafnréttisráði og er hlutfall karla því 36,6 prósent. Í skriflegu svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu síðan í gær, kemur fram að ástæða þess sé að í einhverjum tilfellum hafi tilnefningaraðilar eingöngu tilnefnt konur. Að mati ráðuneytisins átti undanþáguheimild frá lögunum við í þessu máli.Heimilt að víkja frá skilyrðinu Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 skal þess gætt að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera sé sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Tilnefningaraðilar skulu tilnefna bæði karl og konu en er þó heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er ekki mögulegt. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef heimildin til undanþágu skv. 2. málgrein 15. gr. laganna á við. „Velferðarráðuneytið fer þess ávallt formlega á leit við tilnefningaraðila að þeir tilnefni karl og konu og er eftirfarandi efnisgrein í bréfum ráðuneytisins þegar tilnefninga er óskað og var það gert þegar óskað var tilnefninga að þessu sinni líkt og endranær: „Ráðuneytið vekur athygli á 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Þá kemur fram að tilnefningaraðila sé heimilt að víkja frá þeirri skyldu þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Ráðherra skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins.Véfengja ekki rökin „Að fengnum tilnefningum tilnefningaraðila fyrir skipun nýs jafnréttisráðs taldi velferðarráðuneytið ekki standa efni til þess að véfengja rök þeirra aðila sem ekki töldu sér fært að tilnefna karl og konu. Það skýrir hvers vegna hlutfallið nær ekki markmiðum laga um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera minna en 40%, en hlutur karla er 36,6%.“ Í svarinu kemur fram að formaður og varaformaður jafnréttisráðs eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðherra hafi kosið að skipa konu formann en karlmann varaformann. „Líkt og segir í umræddum lögum er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef undanþáguheimildin á við og sú var niðurstaða ráðuneytisins í þessu máli.“ Tengdar fréttir Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Hlutfall kynja er ekki jafnt í jafnréttisráði. Hlutfall kynjanna skal samkvæmt lögum vera jafnt í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Sjö konur og fjórir karlar eru í jafnréttisráði og er hlutfall karla því 36,6 prósent. Í skriflegu svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu síðan í gær, kemur fram að ástæða þess sé að í einhverjum tilfellum hafi tilnefningaraðilar eingöngu tilnefnt konur. Að mati ráðuneytisins átti undanþáguheimild frá lögunum við í þessu máli.Heimilt að víkja frá skilyrðinu Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 skal þess gætt að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera sé sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Tilnefningaraðilar skulu tilnefna bæði karl og konu en er þó heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er ekki mögulegt. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef heimildin til undanþágu skv. 2. málgrein 15. gr. laganna á við. „Velferðarráðuneytið fer þess ávallt formlega á leit við tilnefningaraðila að þeir tilnefni karl og konu og er eftirfarandi efnisgrein í bréfum ráðuneytisins þegar tilnefninga er óskað og var það gert þegar óskað var tilnefninga að þessu sinni líkt og endranær: „Ráðuneytið vekur athygli á 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Þá kemur fram að tilnefningaraðila sé heimilt að víkja frá þeirri skyldu þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Ráðherra skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins.Véfengja ekki rökin „Að fengnum tilnefningum tilnefningaraðila fyrir skipun nýs jafnréttisráðs taldi velferðarráðuneytið ekki standa efni til þess að véfengja rök þeirra aðila sem ekki töldu sér fært að tilnefna karl og konu. Það skýrir hvers vegna hlutfallið nær ekki markmiðum laga um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera minna en 40%, en hlutur karla er 36,6%.“ Í svarinu kemur fram að formaður og varaformaður jafnréttisráðs eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðherra hafi kosið að skipa konu formann en karlmann varaformann. „Líkt og segir í umræddum lögum er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef undanþáguheimildin á við og sú var niðurstaða ráðuneytisins í þessu máli.“
Tengdar fréttir Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25