Of fáir karlar í jafnréttisráði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. mars 2018 13:37 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra Vísir/Eyþór Hlutfall kynja er ekki jafnt í jafnréttisráði. Hlutfall kynjanna skal samkvæmt lögum vera jafnt í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Sjö konur og fjórir karlar eru í jafnréttisráði og er hlutfall karla því 36,6 prósent. Í skriflegu svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu síðan í gær, kemur fram að ástæða þess sé að í einhverjum tilfellum hafi tilnefningaraðilar eingöngu tilnefnt konur. Að mati ráðuneytisins átti undanþáguheimild frá lögunum við í þessu máli.Heimilt að víkja frá skilyrðinu Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 skal þess gætt að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera sé sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Tilnefningaraðilar skulu tilnefna bæði karl og konu en er þó heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er ekki mögulegt. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef heimildin til undanþágu skv. 2. málgrein 15. gr. laganna á við. „Velferðarráðuneytið fer þess ávallt formlega á leit við tilnefningaraðila að þeir tilnefni karl og konu og er eftirfarandi efnisgrein í bréfum ráðuneytisins þegar tilnefninga er óskað og var það gert þegar óskað var tilnefninga að þessu sinni líkt og endranær: „Ráðuneytið vekur athygli á 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Þá kemur fram að tilnefningaraðila sé heimilt að víkja frá þeirri skyldu þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Ráðherra skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins.Véfengja ekki rökin „Að fengnum tilnefningum tilnefningaraðila fyrir skipun nýs jafnréttisráðs taldi velferðarráðuneytið ekki standa efni til þess að véfengja rök þeirra aðila sem ekki töldu sér fært að tilnefna karl og konu. Það skýrir hvers vegna hlutfallið nær ekki markmiðum laga um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera minna en 40%, en hlutur karla er 36,6%.“ Í svarinu kemur fram að formaður og varaformaður jafnréttisráðs eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðherra hafi kosið að skipa konu formann en karlmann varaformann. „Líkt og segir í umræddum lögum er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef undanþáguheimildin á við og sú var niðurstaða ráðuneytisins í þessu máli.“ Tengdar fréttir Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Hlutfall kynja er ekki jafnt í jafnréttisráði. Hlutfall kynjanna skal samkvæmt lögum vera jafnt í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Sjö konur og fjórir karlar eru í jafnréttisráði og er hlutfall karla því 36,6 prósent. Í skriflegu svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu síðan í gær, kemur fram að ástæða þess sé að í einhverjum tilfellum hafi tilnefningaraðilar eingöngu tilnefnt konur. Að mati ráðuneytisins átti undanþáguheimild frá lögunum við í þessu máli.Heimilt að víkja frá skilyrðinu Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 skal þess gætt að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera sé sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Tilnefningaraðilar skulu tilnefna bæði karl og konu en er þó heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er ekki mögulegt. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef heimildin til undanþágu skv. 2. málgrein 15. gr. laganna á við. „Velferðarráðuneytið fer þess ávallt formlega á leit við tilnefningaraðila að þeir tilnefni karl og konu og er eftirfarandi efnisgrein í bréfum ráðuneytisins þegar tilnefninga er óskað og var það gert þegar óskað var tilnefninga að þessu sinni líkt og endranær: „Ráðuneytið vekur athygli á 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Þá kemur fram að tilnefningaraðila sé heimilt að víkja frá þeirri skyldu þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Ráðherra skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins.Véfengja ekki rökin „Að fengnum tilnefningum tilnefningaraðila fyrir skipun nýs jafnréttisráðs taldi velferðarráðuneytið ekki standa efni til þess að véfengja rök þeirra aðila sem ekki töldu sér fært að tilnefna karl og konu. Það skýrir hvers vegna hlutfallið nær ekki markmiðum laga um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera minna en 40%, en hlutur karla er 36,6%.“ Í svarinu kemur fram að formaður og varaformaður jafnréttisráðs eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðherra hafi kosið að skipa konu formann en karlmann varaformann. „Líkt og segir í umræddum lögum er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef undanþáguheimildin á við og sú var niðurstaða ráðuneytisins í þessu máli.“
Tengdar fréttir Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25