Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 13:29 Frá aðgerðum lögreglu á Ægisíðu í morgun. Vísir/Egill Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04