Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 13:29 Frá aðgerðum lögreglu á Ægisíðu í morgun. Vísir/Egill Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04