Átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir barnsrán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 14:51 Frá Keflavíkurflugvelli en konan fór með dótturina úr landi til Brasilíu fyrir tæpu ári. Vísir/Anton Brink. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta gegn 193. grein almennra hegnignarlaga sem fjallar um barnsrán. Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en til refsiþyngingar var litið til alvarleika brotsins þar sem konan „braut gróflega gegn lögvörðum rétti stúlkunnar og föður hennar á um tíu mánaða tímabili.“ Konan, sem úrskurðuð var í farbann í byrjun desember vegna málsins, var ákærð fyrir það að hafa frá því þann 13. mars 2017 til 30. janúar síðastliðins svipt föður barnsins valdi og umsjá yfir dóttur þeirra er hún fór með barnið til heimalands síns, Brasilíu, án leyfis föðurins. Þau fóru sameiginlega með forsjána til 28. nóvember síðastliðins þegar föðurnum var falin forsjáin til bráðabirgða með dómsúrskurði. Konan byggði á því að rót þeirra atvika sem leiddi til þess að hún fór með dótturina úr landi hafi verið það að faðir stúlkunnar hafi ekki staðið við samning sem þau hafi gert um að færa lögheimili stúlkunnar til sín, móðurinnar. „Ákærða hafi upplifað það sem svik og telur að líta beri til þessa henni til málsbóta og einnig til þess að hún hafi sagt föður stúlkunnar frá för þeirra mæðgnanna til [...] þegar þær voru á leið þangað og að á meðan stúlkan var þar hafi hún ítrekað verið í samskiptum við föður sinn,“ segir í dómi héraðsdóms. Segir í dómnum að konan hafi haft löglegar leiðir til þess að leita réttar síns ef hún teldi að barnsfaðir sinni hefði brotið gegn hennar rétti. „Með hliðsjón af því og málsatvikum öllum er því hafnað að líta sérstaklega við ákvörðun refsingar til ætlaðs samningsbrots föður stúlkunnar eða til þeirra takmörkuðu samskipta sem voru á milli stúlkunnar og föður hennar á þessu tímabili,“ segir í dómnum sem lesa má í heild sinni hér. Tengdar fréttir Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 2. janúar 2018 18:06 Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta gegn 193. grein almennra hegnignarlaga sem fjallar um barnsrán. Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en til refsiþyngingar var litið til alvarleika brotsins þar sem konan „braut gróflega gegn lögvörðum rétti stúlkunnar og föður hennar á um tíu mánaða tímabili.“ Konan, sem úrskurðuð var í farbann í byrjun desember vegna málsins, var ákærð fyrir það að hafa frá því þann 13. mars 2017 til 30. janúar síðastliðins svipt föður barnsins valdi og umsjá yfir dóttur þeirra er hún fór með barnið til heimalands síns, Brasilíu, án leyfis föðurins. Þau fóru sameiginlega með forsjána til 28. nóvember síðastliðins þegar föðurnum var falin forsjáin til bráðabirgða með dómsúrskurði. Konan byggði á því að rót þeirra atvika sem leiddi til þess að hún fór með dótturina úr landi hafi verið það að faðir stúlkunnar hafi ekki staðið við samning sem þau hafi gert um að færa lögheimili stúlkunnar til sín, móðurinnar. „Ákærða hafi upplifað það sem svik og telur að líta beri til þessa henni til málsbóta og einnig til þess að hún hafi sagt föður stúlkunnar frá för þeirra mæðgnanna til [...] þegar þær voru á leið þangað og að á meðan stúlkan var þar hafi hún ítrekað verið í samskiptum við föður sinn,“ segir í dómi héraðsdóms. Segir í dómnum að konan hafi haft löglegar leiðir til þess að leita réttar síns ef hún teldi að barnsfaðir sinni hefði brotið gegn hennar rétti. „Með hliðsjón af því og málsatvikum öllum er því hafnað að líta sérstaklega við ákvörðun refsingar til ætlaðs samningsbrots föður stúlkunnar eða til þeirra takmörkuðu samskipta sem voru á milli stúlkunnar og föður hennar á þessu tímabili,“ segir í dómnum sem lesa má í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 2. janúar 2018 18:06 Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 2. janúar 2018 18:06
Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57
Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45