Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 10:54 Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar og segir í úrskurði héraðsdóms að umgengni móðurinnar við barnið hafi verið vika og vika. Þá sé barnið með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Í úrskurði héraðsdóms segir að á tímabilinu 13. til 19. mars síðastliðinn hafi móðirin haft umgengni síðast við barni ásamt núverandi sambýlismanni. Þau þrjú hafi farið til heimalands konunnar, án vitundar og samþykkis föðurins og barnið sé þar enn. Móðirin hafi svo snúið til Íslands til að vinna skömmu eftir að þau fóru út og er skráð til heimilis hér á landi.Ætlar ekki að koma til landsins með barnið nema dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár „Faðir barnsins hafi ítrekað reynt að fá kærðu til að hlutast til um að barnið snúi aftur heim en því hafi kærða neitað og hafi hún jafnframt hindrað föður í að hafa samskipti við barnið. Þá hafi kærða sagst ekki muna koma með barnið til Íslands, það væri með [...] ríkisborgararétt, og væri hjá fjölskyldu kærðu þar í landi en hafi ekki gefið upplýsingar um hverjir það væru. Faðir barnsins hafi lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins þann 4. apríl sl. um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haagsamningsins. Beiðnin hafi verið send [...] yfirvöldum og mun málið nú vera komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þann 8. september sl. hafi faðirinn krafist að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og þann 28. nóvember sl. hafi fallið úrskurður þess efnis, sbr. mál E-[...]/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og kvaðst hún ætla að fara til [...] þann 18. desember nk. Þá kvaðst hún ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Var því fallist á kröfu lögreglunnar um að hún skuli sæta farbanni en dóm Hæstaréttar og úrskurð héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar og segir í úrskurði héraðsdóms að umgengni móðurinnar við barnið hafi verið vika og vika. Þá sé barnið með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Í úrskurði héraðsdóms segir að á tímabilinu 13. til 19. mars síðastliðinn hafi móðirin haft umgengni síðast við barni ásamt núverandi sambýlismanni. Þau þrjú hafi farið til heimalands konunnar, án vitundar og samþykkis föðurins og barnið sé þar enn. Móðirin hafi svo snúið til Íslands til að vinna skömmu eftir að þau fóru út og er skráð til heimilis hér á landi.Ætlar ekki að koma til landsins með barnið nema dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár „Faðir barnsins hafi ítrekað reynt að fá kærðu til að hlutast til um að barnið snúi aftur heim en því hafi kærða neitað og hafi hún jafnframt hindrað föður í að hafa samskipti við barnið. Þá hafi kærða sagst ekki muna koma með barnið til Íslands, það væri með [...] ríkisborgararétt, og væri hjá fjölskyldu kærðu þar í landi en hafi ekki gefið upplýsingar um hverjir það væru. Faðir barnsins hafi lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins þann 4. apríl sl. um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haagsamningsins. Beiðnin hafi verið send [...] yfirvöldum og mun málið nú vera komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þann 8. september sl. hafi faðirinn krafist að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og þann 28. nóvember sl. hafi fallið úrskurður þess efnis, sbr. mál E-[...]/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og kvaðst hún ætla að fara til [...] þann 18. desember nk. Þá kvaðst hún ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Var því fallist á kröfu lögreglunnar um að hún skuli sæta farbanni en dóm Hæstaréttar og úrskurð héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira