Stelpurnar okkar taplausar í þremur leikjum á móti bestu liðum Evrópu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2018 10:00 Stelpurnar okkar tóku níunda sætið. vísir Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins geta verið sáttir með eigin frammistöðu á Algarve-mótinu sem lauk í gær. Þá vann Ísland Danmörku í vítaspyrnukeppni, 5-4, eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Sanne Troelsgaard-Nielsen kom Dönum yfir á 63. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Hlín Eiríksdóttir metin með skalla eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur. Þetta var fyrsta mark Hlínar í fimmta landsleiknum. Hlín er aðeins 17 ára og er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að skora fyrir íslenskt A-landslið í fótbolta. „Leikurinn var spilaður við mjög erfiðar. Það var grenjandi rigning allan tímann, völlurinn þungur og bauð ekki upp á mikinn fótbolta. Við lögðum upp með að vera sterkar í slagsmálunum og reyna að fara fram völlinn með fáum sendingum,“ sagði Ásmundur Haraldsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann stýrði íslenska liðinu í fjarveru Freys Alexanderssonar. Ísland mætti Danmörku í fyrsta leiknum á mótinu og honum lyktaði með markalausu jafntefli. Sömu úrslit urðu í leik Íslands og Hollands á mánudaginn. Íslenska liðið var því ósigrað í þremur leikjum gegn liðunum sem léku til úrslita á EM á síðasta ári. „Við vorum búnar að mæta þeim áður og vissum nokkurn veginn hvernig þær myndu spila. Stelpurnar leystu það sem við lögðum upp með. Við pressuðum á þær, lokuðum svæðunum inni á miðjunni og sóttum hratt,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið var ógnandi í hornspyrnum og í fyrri hálfleik átti Sara Björk Gunnarsdóttir skalla í stöng. Jöfnunarmarkið kom svo eftir hornspyrnu eins og áður sagði. „Þetta var frábært mark. Hlín stangaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu Hallberu,“ sagði Ásmundur. Hann segir að frammistaða Hlínar sé einn af ljósustu punktunum við Algarve-mótið í ár. „Hún var sultuslök með þetta allt. Hún leggur sig gríðarlega mikið fram og það gerist alltaf eitthvað þegar hún fær boltann. Hún heldur boltanum mjög vel og hefur komið gríðarlega sterk inn. Hún átti skilið að skora þetta mark.“ Að sögn Ásmundar var íslenska liðið ekki búið að undirbúa sig fyrir vítakeppnina. „Við óskuðum eftir spyrnumönnum og stelpurnar stigu fram og kláruðu þetta bara sjálfar,“ sagði Ásmundur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir skoruðu úr spyrnum Íslands og Sonný Lára Þráinsdóttir varði eina spyrnu Dana. Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins geta verið sáttir með eigin frammistöðu á Algarve-mótinu sem lauk í gær. Þá vann Ísland Danmörku í vítaspyrnukeppni, 5-4, eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Sanne Troelsgaard-Nielsen kom Dönum yfir á 63. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Hlín Eiríksdóttir metin með skalla eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur. Þetta var fyrsta mark Hlínar í fimmta landsleiknum. Hlín er aðeins 17 ára og er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að skora fyrir íslenskt A-landslið í fótbolta. „Leikurinn var spilaður við mjög erfiðar. Það var grenjandi rigning allan tímann, völlurinn þungur og bauð ekki upp á mikinn fótbolta. Við lögðum upp með að vera sterkar í slagsmálunum og reyna að fara fram völlinn með fáum sendingum,“ sagði Ásmundur Haraldsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann stýrði íslenska liðinu í fjarveru Freys Alexanderssonar. Ísland mætti Danmörku í fyrsta leiknum á mótinu og honum lyktaði með markalausu jafntefli. Sömu úrslit urðu í leik Íslands og Hollands á mánudaginn. Íslenska liðið var því ósigrað í þremur leikjum gegn liðunum sem léku til úrslita á EM á síðasta ári. „Við vorum búnar að mæta þeim áður og vissum nokkurn veginn hvernig þær myndu spila. Stelpurnar leystu það sem við lögðum upp með. Við pressuðum á þær, lokuðum svæðunum inni á miðjunni og sóttum hratt,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið var ógnandi í hornspyrnum og í fyrri hálfleik átti Sara Björk Gunnarsdóttir skalla í stöng. Jöfnunarmarkið kom svo eftir hornspyrnu eins og áður sagði. „Þetta var frábært mark. Hlín stangaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu Hallberu,“ sagði Ásmundur. Hann segir að frammistaða Hlínar sé einn af ljósustu punktunum við Algarve-mótið í ár. „Hún var sultuslök með þetta allt. Hún leggur sig gríðarlega mikið fram og það gerist alltaf eitthvað þegar hún fær boltann. Hún heldur boltanum mjög vel og hefur komið gríðarlega sterk inn. Hún átti skilið að skora þetta mark.“ Að sögn Ásmundar var íslenska liðið ekki búið að undirbúa sig fyrir vítakeppnina. „Við óskuðum eftir spyrnumönnum og stelpurnar stigu fram og kláruðu þetta bara sjálfar,“ sagði Ásmundur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir skoruðu úr spyrnum Íslands og Sonný Lára Þráinsdóttir varði eina spyrnu Dana.
Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira