Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Særð stúlka fær læknisaðstoð í Austur-Ghouta. Fjölmörg börn hafa dáið og særst í átökunum. Vísir/AFp Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, hélt áfram sókn sinni í Austur-Ghouta í gær með loftárásum og sókn á jörðu niðri. Reynir stjórnarherinn nú að kljúfa svæðið í tvennt. Stjórnarliðar hafa nú þegar tekið vel rúman þriðjung svæðisins en um 800 hafa fallið frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar frá því að loftárásir hefðu verið gerðar á bæinn Mesraba til þess að undirbúa innrás hermanna. Ef stjórnarliðar taka Mesraba mun það þýða að þeir hafi um helming Austur-Ghouta á sínu valdi. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights sendu stjórnarliðar 700 hermenn til viðbótar til Austur-Ghouta í gær í von um að styrkja sóknina. Ef uppreisnarmenn tapa Austur-Ghouta verður það stærsti ósigur þeirra frá því stjórnarherinn tók Aleppo árið 2016 eftir álíka blóðug átök. Austur-Ghouta er síðasta stóra vígi uppreisnarinnar nærri höfuðborginni Damaskus og með því að tapa svæðinu fjarlægjast uppreisnarmenn Assad Sýrlandsforseta. Rússar, helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar, greindu frá því í gær að hluti uppreisnarmanna vilji þiggja boð þeirra um að rýma svæðið og afhenda stjórnarliðum. Hins vegar hafa talsmenn uppreisnarhreyfinganna á svæðinu sagt að það sé með öllu ósatt. Uppreisnarmenn ætli að verja Austur-Ghouta og að engar viðræður hafi átt sér stað. „Fylkingarnar í Austur-Ghouta og hermenn þeirra ætla að halda þessu landi. Við munum verja það,“ sagði Hamza Birqdar, einn talsmanna Jaish al-Islam, við Reuters í gær. Þá greindu Rússar einnig frá því í gær að þeir hefðu aðstoðað þrettán almenna borgara við að flýja svæðið í gær. Var þeim hleypt upp í tóma bíla í bílalest hjálparsamtaka sem hafði fengið að fara inn á svæðið með nauðsynjar á mánudag. Um var að ræða fyrstu bílalestina sem kemur til Austur-Ghouta til að aðstoða almenna borgara frá því að átökin hófust í núverandi mynd. Sagði rússneski herinn jafnframt að hann hefði notað dróna til að fylgjast með því hvort lestinni tækist að komast á leiðarenda. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. 6. mars 2018 06:00 Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, hélt áfram sókn sinni í Austur-Ghouta í gær með loftárásum og sókn á jörðu niðri. Reynir stjórnarherinn nú að kljúfa svæðið í tvennt. Stjórnarliðar hafa nú þegar tekið vel rúman þriðjung svæðisins en um 800 hafa fallið frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar frá því að loftárásir hefðu verið gerðar á bæinn Mesraba til þess að undirbúa innrás hermanna. Ef stjórnarliðar taka Mesraba mun það þýða að þeir hafi um helming Austur-Ghouta á sínu valdi. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights sendu stjórnarliðar 700 hermenn til viðbótar til Austur-Ghouta í gær í von um að styrkja sóknina. Ef uppreisnarmenn tapa Austur-Ghouta verður það stærsti ósigur þeirra frá því stjórnarherinn tók Aleppo árið 2016 eftir álíka blóðug átök. Austur-Ghouta er síðasta stóra vígi uppreisnarinnar nærri höfuðborginni Damaskus og með því að tapa svæðinu fjarlægjast uppreisnarmenn Assad Sýrlandsforseta. Rússar, helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar, greindu frá því í gær að hluti uppreisnarmanna vilji þiggja boð þeirra um að rýma svæðið og afhenda stjórnarliðum. Hins vegar hafa talsmenn uppreisnarhreyfinganna á svæðinu sagt að það sé með öllu ósatt. Uppreisnarmenn ætli að verja Austur-Ghouta og að engar viðræður hafi átt sér stað. „Fylkingarnar í Austur-Ghouta og hermenn þeirra ætla að halda þessu landi. Við munum verja það,“ sagði Hamza Birqdar, einn talsmanna Jaish al-Islam, við Reuters í gær. Þá greindu Rússar einnig frá því í gær að þeir hefðu aðstoðað þrettán almenna borgara við að flýja svæðið í gær. Var þeim hleypt upp í tóma bíla í bílalest hjálparsamtaka sem hafði fengið að fara inn á svæðið með nauðsynjar á mánudag. Um var að ræða fyrstu bílalestina sem kemur til Austur-Ghouta til að aðstoða almenna borgara frá því að átökin hófust í núverandi mynd. Sagði rússneski herinn jafnframt að hann hefði notað dróna til að fylgjast með því hvort lestinni tækist að komast á leiðarenda.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. 6. mars 2018 06:00 Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. 6. mars 2018 06:00
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24