LeBron skoraði 39 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar en hann skoraði níu stig á lokamínútunum og gerði út um leikinn eftir að gestirnir hentu frá sér 16 stiga forskoti.
Cleveland-liðið er enn án Kevins Love og Tristans Thompsons en það er samt sem áður á fínu skriði og reynir hvað það getur að nálgast toppliðin í austrinu en þar vann Toronto í framlengingu í nótt.
Og talandi um að vera óstöðvandi. Houston Rockets vann 17. leikinn í röð í nótt þegar að liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á útivelli, 110-99.
James Harden var stigahæstur Houston með 26 stig og Chris Paul skoraði 16 og gaf ellefu stoðsendingar en hjá Bucks skoraði Giannis Antetokounmpo 30 stig og tók sjö fráköst.
Úrslit næturinnar:
Indiana Pacers - Utah Jazz 84-104
Detroit Pistons - Toronto Raptors 119-121
Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 119-110
Milwaukee Bucks - Houston Rockets 99-110
Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 101-114
LA Lakers - Orlando Magic 108-107
Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 108-113