Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 19:00 Menntamálaráðherra hefur boðað alla helstu hagsmunaaðila á sinn fund í næstu viku vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær. Ráðherra segir rauð ljós loga víða í menntakerfinu. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. En hann vitnaði einnig til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar prófessors á sjálfum samræmdi prófunum í íslensku. Þau mældu illa raunverulega þekkingu á íslensku máli, leiddu nemendur í gildrur auk þess sem villur hafi reynst vera í prófinu. „Íslenskunám nemenda grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum,“ sagði Guðmundur Andri. Þingmaðurinn spurði menntamálaráðherra hvað þessi samræmdu próf ættu að mæla og hvort þau hefðu bætt skólastarfið. Í morgun sendi menntamálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem mistökin við próftökuna í gær voru hörmuð. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist hafa fundað með forstjóra Menntamálastofnunar í gær vegna málsins. „Í kjölfarið hef ég ákveðið að boða alla hagsmunaaðila á fund minn næst komandi miðvikudag. Til að fara yfir þessa stöðu og taka ákvörðun um hvað verður gert vegna þessarar stöðu sem er komin upp,“ sagði Lilja. Hagsmunir nemenda verði hafðir að leiðarljósi í því mati. Hins vegar telur Lilja ekki komið að því að ákveða um framtíð samræmdu prófanna almennt sem þurfi að undirbúa vel. „Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við í dag og hvað á ekki við. Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur boðað alla helstu hagsmunaaðila á sinn fund í næstu viku vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær. Ráðherra segir rauð ljós loga víða í menntakerfinu. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. En hann vitnaði einnig til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar prófessors á sjálfum samræmdi prófunum í íslensku. Þau mældu illa raunverulega þekkingu á íslensku máli, leiddu nemendur í gildrur auk þess sem villur hafi reynst vera í prófinu. „Íslenskunám nemenda grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum,“ sagði Guðmundur Andri. Þingmaðurinn spurði menntamálaráðherra hvað þessi samræmdu próf ættu að mæla og hvort þau hefðu bætt skólastarfið. Í morgun sendi menntamálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem mistökin við próftökuna í gær voru hörmuð. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist hafa fundað með forstjóra Menntamálastofnunar í gær vegna málsins. „Í kjölfarið hef ég ákveðið að boða alla hagsmunaaðila á fund minn næst komandi miðvikudag. Til að fara yfir þessa stöðu og taka ákvörðun um hvað verður gert vegna þessarar stöðu sem er komin upp,“ sagði Lilja. Hagsmunir nemenda verði hafðir að leiðarljósi í því mati. Hins vegar telur Lilja ekki komið að því að ákveða um framtíð samræmdu prófanna almennt sem þurfi að undirbúa vel. „Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við í dag og hvað á ekki við. Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33