Neitaði að borga lögfræðingnum því reikningurinn var hærri en 10 þúsund krónur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 18:15 Maðurinn býr í Eyjum og snerist upphaflega dómsmálið um girðingu sem nágranni hans vildi reisa. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmanna á áttræðisaldri til þess að greiða skuld upp á tæplega 700 þúsund krónur, með dráttarvöxtum, en það var lögmannsstofa Lúðvíks Bergvinssonar, Bonafide, sem stefndi manninum vegna skuldarinnar. Fram kemur í dómnum að í maí 2015 hafi maðurinn veitt lögfræðingi hjá lögmannsstofu Lúðvíks umboð til að annast fyrirsvar fyrir hann vegna hugsanlegs ágreinings við nágranna vegna uppsetningar á girðingu. Í umboðinu fólst aðstoð og fyrirsvar við bréfaskriftir, kröfugerð, sáttatilraunir og málflutningur fyrir héraðsdómi eftir atvikum. Í framhaldinu gerði lögfræðingurinn kröfu hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum um að lögbann yrði lagt við því að nágranninn myndi reisa girðingu við lóðamörk á milli eigna þeirra í Eyjum.Mótmælti ekki tímaskráningu lögfræðingsins vegna málsins „Var lögbannið lagt á og höfðaði stefndi staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Suðurlands og var kveðinn upp í því dómur 5. apríl 2016. Voru dómkröfur stefnda, sem var þá stefnandi staðfestingarmálsins, að lögbannið yrði staðfest og að viðurkennt yrði að nágrannanum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin, auk málskostnaðarkröfu. Var lögbannið staðfest, en stefndi í því máli sýknaður af kröfu um að honum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin. Var málskostnaður felldur niður,“ segir í dómnum um lyktir þess máls fyrir dómstólum. Fram kemur í þingbók staðfestingarmálsins að bæði umræddur lögfræðingur sem sótti þing og Lúðvík Bergvinsson hafi komið að vinnu við málið einnig. „Kveður stefnandi að við framangreindan málarekstur hafi verið unnir 26,8 klukkutímar af hálfu stefnanda í þágu stefnda og hefur verið lögð fram tímaskýrsla um það. Hafa verið lagðir fram 3 reikningar stefnanda til stefnda, innheimtubréf, milliinnheimtuviðvaranir, lokaaðvaranir og löginnheimtubréf vegna innheimtu skuldarinnar, en stefnandi kveður stefnda ekki hafa greitt og er því ekki mótmælt. Mótmælir stefndi heldur ekki tímaskráningu stefnanda,“ segir í dómnum.Hélt að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki“ í Reykjavík Maðurinn hafi hins vegar neitað að greiða reikningana þar sem hann hafi talið að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki í Reykjavík.“ Þá hafi lögfræðingurinn talað um að kostnaðurinn við málareksturinn yrði um 10 þúsund krónur og að aldrei hafi verið gerð fyrir öllum þessum kostnaði sem skuldin hljóðaði upp á. Dómurinn hafnar þessari málsástæðu mannsins með öllu, segir hana ósannaða og auk þess „fráleitt“ að ætla að lögfæði- og lögmannsþjónusta líkt og maðurinn keypti af Bonafide myndi ekki kosta meira en 10 þúsund krónur. Þá var það jafnframt álit dómsins að með því að leita til lögmannsstofunnar hafi maðurinn undirgengist samningssamband við stofuna um að honum væri veitt lögfræðiaðstoð og þjónusta við málarekstur sinn. „Þá verður að telja ósannað að stefndi hafi ekki vitað um þær dómkröfur sem hann hafi gert í téðu dómsmáli, enda verður stefndi ekki sýknaður af kröfum stefnanda vegna þess að málareksturinn hafi tapast að hluta til,“ segir jafnframt í dómnum sem sjá má í heild sinni hér. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmanna á áttræðisaldri til þess að greiða skuld upp á tæplega 700 þúsund krónur, með dráttarvöxtum, en það var lögmannsstofa Lúðvíks Bergvinssonar, Bonafide, sem stefndi manninum vegna skuldarinnar. Fram kemur í dómnum að í maí 2015 hafi maðurinn veitt lögfræðingi hjá lögmannsstofu Lúðvíks umboð til að annast fyrirsvar fyrir hann vegna hugsanlegs ágreinings við nágranna vegna uppsetningar á girðingu. Í umboðinu fólst aðstoð og fyrirsvar við bréfaskriftir, kröfugerð, sáttatilraunir og málflutningur fyrir héraðsdómi eftir atvikum. Í framhaldinu gerði lögfræðingurinn kröfu hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum um að lögbann yrði lagt við því að nágranninn myndi reisa girðingu við lóðamörk á milli eigna þeirra í Eyjum.Mótmælti ekki tímaskráningu lögfræðingsins vegna málsins „Var lögbannið lagt á og höfðaði stefndi staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Suðurlands og var kveðinn upp í því dómur 5. apríl 2016. Voru dómkröfur stefnda, sem var þá stefnandi staðfestingarmálsins, að lögbannið yrði staðfest og að viðurkennt yrði að nágrannanum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin, auk málskostnaðarkröfu. Var lögbannið staðfest, en stefndi í því máli sýknaður af kröfu um að honum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin. Var málskostnaður felldur niður,“ segir í dómnum um lyktir þess máls fyrir dómstólum. Fram kemur í þingbók staðfestingarmálsins að bæði umræddur lögfræðingur sem sótti þing og Lúðvík Bergvinsson hafi komið að vinnu við málið einnig. „Kveður stefnandi að við framangreindan málarekstur hafi verið unnir 26,8 klukkutímar af hálfu stefnanda í þágu stefnda og hefur verið lögð fram tímaskýrsla um það. Hafa verið lagðir fram 3 reikningar stefnanda til stefnda, innheimtubréf, milliinnheimtuviðvaranir, lokaaðvaranir og löginnheimtubréf vegna innheimtu skuldarinnar, en stefnandi kveður stefnda ekki hafa greitt og er því ekki mótmælt. Mótmælir stefndi heldur ekki tímaskráningu stefnanda,“ segir í dómnum.Hélt að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki“ í Reykjavík Maðurinn hafi hins vegar neitað að greiða reikningana þar sem hann hafi talið að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki í Reykjavík.“ Þá hafi lögfræðingurinn talað um að kostnaðurinn við málareksturinn yrði um 10 þúsund krónur og að aldrei hafi verið gerð fyrir öllum þessum kostnaði sem skuldin hljóðaði upp á. Dómurinn hafnar þessari málsástæðu mannsins með öllu, segir hana ósannaða og auk þess „fráleitt“ að ætla að lögfæði- og lögmannsþjónusta líkt og maðurinn keypti af Bonafide myndi ekki kosta meira en 10 þúsund krónur. Þá var það jafnframt álit dómsins að með því að leita til lögmannsstofunnar hafi maðurinn undirgengist samningssamband við stofuna um að honum væri veitt lögfræðiaðstoð og þjónusta við málarekstur sinn. „Þá verður að telja ósannað að stefndi hafi ekki vitað um þær dómkröfur sem hann hafi gert í téðu dómsmáli, enda verður stefndi ekki sýknaður af kröfum stefnanda vegna þess að málareksturinn hafi tapast að hluta til,“ segir jafnframt í dómnum sem sjá má í heild sinni hér.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira