Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 23:27 Sýrlenskur maður fær aðhlynningu á spítala í þorpi í Austur-Ghouta í dag eftir að hafa lent í loftárás Sýrlandshers. vísir/getty Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti. Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti.
Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29
Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15