Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 09:53 Staðsetnings skjálftans er merkt með grænni stjörnu. Stöðug skjálftahrina hefur verið í kringum Grímsey síðustu daga. Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45
Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00