Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 10:41 Cameron Kasky og öldungardeildarþingmaðurinn Marco Rubio í Flórída í gær. Vísir/Getty Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21