Dagur sagði á dögunum frá því þegar hann tók þátt í bresku útgáfunni af X-Factor og lenti í því að detta aftur fyrir sig af stól í miðju sjónvarpsviðtali.
Dagur tók þátt í keppnina ári 2012 en hann vann Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2011. Þessi magnaði söngvari ætlar að reyna fyrir sér í úrslitum Söngvakeppninnar þann 3. mars þegar hann flytur lagið Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson.
„Ég var semsagt að taka þátt í X-Factor í Bretlandi, var í einhverju viðtali í háum stól og ég renn af stólnum og dett. Það var eitt svona með því vandræðalegra sem ég hef lent í,“ sagði Dagur léttur í kynningarmyndbandi um sig á RÚV síðastliðið föstudagskvöld.
Hér að neðan má sjá atvikið fræga úr X-Factor og þar fyrir neðan má sjá flutning Dags frá því á laugardaginn og einnig hlusta á lagið á ensku.