Stefnir í mikinn átakafund í Valhöll Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2018 15:48 Á eftir verður listi uppstillinganefndar lagður fram en á honum er gert ráð fyrir því að bæði Áslaugu og Kjartani sé ýtt út í kuldann. Hildur Björnsdóttir er í öðru sæti á lista uppstillinganefndar. Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25