Stefnir í mikinn átakafund í Valhöll Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2018 15:48 Á eftir verður listi uppstillinganefndar lagður fram en á honum er gert ráð fyrir því að bæði Áslaugu og Kjartani sé ýtt út í kuldann. Hildur Björnsdóttir er í öðru sæti á lista uppstillinganefndar. Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent