Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 11:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Setji það einnig nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sínu á Alþingi í gær. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram í að frumvarpið sé fyrst og fremst liður í því að samræma löggjöf og reglur Evrópuríkja í þessum efnum eins og kveðið er á um í Evróputilskipun þar að lútandi. Annars vegar er lagt til að settar verði heildstæðar reglur um heimildir til innflutnings, sölu og markaðssetningar á rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, auk ákvæða um eftirlit með slíku. Hins vegar eru lögð til ákvæði um heimildir til notkunar rafrettna. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís hefur sagt að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum.Ráðherra segir að frumvarpið sé ólíkt máli forvera síns, Óttars Proppé.Stöð 2/AdelinaFólk geti treyst merkingum og innihaldslýsingum Verði frumvarpið að lögum verður í fyrsta sinn veitt almenn heimild fyrir innflutningi, dreifingu og sölu á rafrettum og áfyllingum fyrir þær hér á landi, hvort sem þær innihalda nikótín eða ekki. Svandís segir mikilvægt að fólk átti sig á þessu, því samkvæmt gildandi lyfjalögum sé óheimilt að selja rafrettur með fyllingum sem innihalda nikótín nema fyrir liggi markaðsleyfi frá Lyfjastofnun. „Stundum hefur mátt skilja umræðuna um rafrettur hér á landi á þá lund að setning löggjafar þar að lútandi sé fyrst og fremst til þess fallin að leggja stein í götu þeirra sem vilja hætta hefðbundnum tóbaksreykingum og nýta sér rafrettur til þess. Þetta er fjarri lagi. Sú löggjöf sem hér er lögð til, með frumvarpi því sem hér er til umræðu, skapar umhverfi sem mun í fyrsta sinn stuðla að löglegum innflutningi þessarar vöru. Því fylgir bætt neytendavernd þar sem fólk getur fremur en áður treyst merkingum og innihaldslýsingum. Síðast en ekki síst verða settar nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut“ sagði Svandís Svavarsdóttir meðal annars í ræðu sinni þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Frumvarpinu hefur nú verið vísað til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að koma böndum á rafrettunotkun með sérlögum. Málið byggt á EES-reglugerð. 10. febrúar 2018 07:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Setji það einnig nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sínu á Alþingi í gær. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram í að frumvarpið sé fyrst og fremst liður í því að samræma löggjöf og reglur Evrópuríkja í þessum efnum eins og kveðið er á um í Evróputilskipun þar að lútandi. Annars vegar er lagt til að settar verði heildstæðar reglur um heimildir til innflutnings, sölu og markaðssetningar á rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, auk ákvæða um eftirlit með slíku. Hins vegar eru lögð til ákvæði um heimildir til notkunar rafrettna. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís hefur sagt að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum.Ráðherra segir að frumvarpið sé ólíkt máli forvera síns, Óttars Proppé.Stöð 2/AdelinaFólk geti treyst merkingum og innihaldslýsingum Verði frumvarpið að lögum verður í fyrsta sinn veitt almenn heimild fyrir innflutningi, dreifingu og sölu á rafrettum og áfyllingum fyrir þær hér á landi, hvort sem þær innihalda nikótín eða ekki. Svandís segir mikilvægt að fólk átti sig á þessu, því samkvæmt gildandi lyfjalögum sé óheimilt að selja rafrettur með fyllingum sem innihalda nikótín nema fyrir liggi markaðsleyfi frá Lyfjastofnun. „Stundum hefur mátt skilja umræðuna um rafrettur hér á landi á þá lund að setning löggjafar þar að lútandi sé fyrst og fremst til þess fallin að leggja stein í götu þeirra sem vilja hætta hefðbundnum tóbaksreykingum og nýta sér rafrettur til þess. Þetta er fjarri lagi. Sú löggjöf sem hér er lögð til, með frumvarpi því sem hér er til umræðu, skapar umhverfi sem mun í fyrsta sinn stuðla að löglegum innflutningi þessarar vöru. Því fylgir bætt neytendavernd þar sem fólk getur fremur en áður treyst merkingum og innihaldslýsingum. Síðast en ekki síst verða settar nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut“ sagði Svandís Svavarsdóttir meðal annars í ræðu sinni þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Frumvarpinu hefur nú verið vísað til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að koma böndum á rafrettunotkun með sérlögum. Málið byggt á EES-reglugerð. 10. febrúar 2018 07:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að koma böndum á rafrettunotkun með sérlögum. Málið byggt á EES-reglugerð. 10. febrúar 2018 07:30
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00
Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08