Fær að minnsta kosti að borða í himnaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. febrúar 2018 21:00 Börn fá aðhlynningu á bráðabirgðasjúkrahúsi í Austur-Ghouta eftir árásir Assad-liða. Vísir/Epa „Ég er að bíða eftir að sonur minn deyi. Þá verður hann allavega laus við sársaukann. Ég var bara að reyna að baka brauð fyrir hann þegar þakið á húsinu okkar hrundi. Hann er að fara beint til himna. Það er að minnsta kosti matur á himnum.“ Þetta sagði móðir sjúklings í myndbandi sem BBC birti í gær en miðillinn fylgdist með störfum læknisins Amani Balour í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Árásir bandamanna Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, á Austur-Ghouta héldu áfram í gær og hafa nú að minnsta kosti 462 farist eftir að Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína á sunnudaginn. Stór hluti hinna látnu var á barnsaldri. Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og er umkringt yfirráðasvæðum stjórnarliða. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta þar sem hjálparsamtök segja að matur, vatn, lyf og aðrar nauðsynjavörur séu á þrotum. Á annan tug sjúkrahúsa hafa orðið fyrir sprengjum svo illa gengur að koma særðum undir læknishendur. Samtökin Læknar án landamæra sögðu í yfirlýsingu í gær að árásir stjórnarliða kæmu í veg fyrir að samtökin gætu aðstoðað íbúa. Blóðbankinn væri tómur, sýklalyf og deyfilyf ekki til. Til stóð að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gengi til atkvæðagreiðslu í gær um ályktun um vopnahlé í Sýrlandi en henni var frestað til dagsins í dag að því er Al Jazeera greinir frá. Í drögunum, sem Kúveit og Svíþjóð lögðu fram, er kveðið á um þrjátíu daga vopnahlé í öllu Sýrlandi sem myndi hefjast þremur sólarhringum eftir samþykkt ályktunarinnar. Tveimur sólarhringum eftir það myndu hjálparsamtök flytja nauðsynjar til íbúa og flytja særða á brott. Enn fremur segir í drögunum að 5,6 milljónir Sýrlendinga þurfi aðstoð. Einnig er kveðið á um að vopnahléið nái ekki til hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og al-Nusra, fyrrverandi bandamanna al-Kaída. Rússar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, vilja ganga lengra og sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að útiloka þyrfti samtök sem ynnu með þeim fyrrnefndum samtökum og þeim sem hefðu skotið á Damaskus. Fyrri vopnahlé hafa sjaldan borið mikinn árangur, að því er kemur fram í umfjöllun Reuters. Viðræður Rússa við önnur ríki sem eiga sæti í ráðinu voru ástæða frestunarinnar. Sagði Mansour Ayyad al-Otaibi, sendiherra Kúveits, við Reuters í gær að unnið væri enn að nokkrum greinum. Kröfu Rússa er hægt að túlka þannig að þeir vilji að tvær stærstu fylkingar uppreisnarmanna í Austur-Ghouta verði líka útilokaðar. Þær eru annars vegar Jaish al-Islam og andstæðingar þeirra í Faylaq al-Rahman. Síðarnefnda hreyfingin hefur áður barist við hlið öfgasamtakanna Hayat Tahrir al-Sham sem er undir forystu al-Nusra. „Við höfum ekki fengið það tryggt að uppreisnarmenn haldi ekki áfram að skjóta á íbúabyggðir í Damaskus,“ sagði Lavrov í yfirlýsingu um viðræðurnar í gær. Sagði hann að Rússar væru tilbúnir að samþykkja drögin en ekki í óbreyttri mynd. „Til þess að ályktunin beri árangur leggjum við til breytingar sem myndu tryggja raunverulegt vopnahlé. Tillögur okkar krefjast ákveðinna trygginga frá þeim sem eru innan Austur-Ghouta jafnt sem utan,“ sagði Lavrov. Vesturveldunum í öryggisráðinu þótti lítið til um málflutning Rússa. Ef marka má frétt BBC grunar vesturveldin að Rússar hafi einfaldlega verið að reyna að tefja ferlið svo stjórnarherinn gæti unnið fullnaðarsigur og tekið Austur-Ghouta af uppreisnarmönnum. Kölluðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland eftir því að ályktunin yrði samþykkt tafarlaust. Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Sýrland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
„Ég er að bíða eftir að sonur minn deyi. Þá verður hann allavega laus við sársaukann. Ég var bara að reyna að baka brauð fyrir hann þegar þakið á húsinu okkar hrundi. Hann er að fara beint til himna. Það er að minnsta kosti matur á himnum.“ Þetta sagði móðir sjúklings í myndbandi sem BBC birti í gær en miðillinn fylgdist með störfum læknisins Amani Balour í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Árásir bandamanna Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, á Austur-Ghouta héldu áfram í gær og hafa nú að minnsta kosti 462 farist eftir að Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína á sunnudaginn. Stór hluti hinna látnu var á barnsaldri. Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og er umkringt yfirráðasvæðum stjórnarliða. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta þar sem hjálparsamtök segja að matur, vatn, lyf og aðrar nauðsynjavörur séu á þrotum. Á annan tug sjúkrahúsa hafa orðið fyrir sprengjum svo illa gengur að koma særðum undir læknishendur. Samtökin Læknar án landamæra sögðu í yfirlýsingu í gær að árásir stjórnarliða kæmu í veg fyrir að samtökin gætu aðstoðað íbúa. Blóðbankinn væri tómur, sýklalyf og deyfilyf ekki til. Til stóð að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gengi til atkvæðagreiðslu í gær um ályktun um vopnahlé í Sýrlandi en henni var frestað til dagsins í dag að því er Al Jazeera greinir frá. Í drögunum, sem Kúveit og Svíþjóð lögðu fram, er kveðið á um þrjátíu daga vopnahlé í öllu Sýrlandi sem myndi hefjast þremur sólarhringum eftir samþykkt ályktunarinnar. Tveimur sólarhringum eftir það myndu hjálparsamtök flytja nauðsynjar til íbúa og flytja særða á brott. Enn fremur segir í drögunum að 5,6 milljónir Sýrlendinga þurfi aðstoð. Einnig er kveðið á um að vopnahléið nái ekki til hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og al-Nusra, fyrrverandi bandamanna al-Kaída. Rússar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, vilja ganga lengra og sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að útiloka þyrfti samtök sem ynnu með þeim fyrrnefndum samtökum og þeim sem hefðu skotið á Damaskus. Fyrri vopnahlé hafa sjaldan borið mikinn árangur, að því er kemur fram í umfjöllun Reuters. Viðræður Rússa við önnur ríki sem eiga sæti í ráðinu voru ástæða frestunarinnar. Sagði Mansour Ayyad al-Otaibi, sendiherra Kúveits, við Reuters í gær að unnið væri enn að nokkrum greinum. Kröfu Rússa er hægt að túlka þannig að þeir vilji að tvær stærstu fylkingar uppreisnarmanna í Austur-Ghouta verði líka útilokaðar. Þær eru annars vegar Jaish al-Islam og andstæðingar þeirra í Faylaq al-Rahman. Síðarnefnda hreyfingin hefur áður barist við hlið öfgasamtakanna Hayat Tahrir al-Sham sem er undir forystu al-Nusra. „Við höfum ekki fengið það tryggt að uppreisnarmenn haldi ekki áfram að skjóta á íbúabyggðir í Damaskus,“ sagði Lavrov í yfirlýsingu um viðræðurnar í gær. Sagði hann að Rússar væru tilbúnir að samþykkja drögin en ekki í óbreyttri mynd. „Til þess að ályktunin beri árangur leggjum við til breytingar sem myndu tryggja raunverulegt vopnahlé. Tillögur okkar krefjast ákveðinna trygginga frá þeim sem eru innan Austur-Ghouta jafnt sem utan,“ sagði Lavrov. Vesturveldunum í öryggisráðinu þótti lítið til um málflutning Rússa. Ef marka má frétt BBC grunar vesturveldin að Rússar hafi einfaldlega verið að reyna að tefja ferlið svo stjórnarherinn gæti unnið fullnaðarsigur og tekið Austur-Ghouta af uppreisnarmönnum. Kölluðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland eftir því að ályktunin yrði samþykkt tafarlaust.
Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Sýrland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent