Fær að minnsta kosti að borða í himnaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. febrúar 2018 21:00 Börn fá aðhlynningu á bráðabirgðasjúkrahúsi í Austur-Ghouta eftir árásir Assad-liða. Vísir/Epa „Ég er að bíða eftir að sonur minn deyi. Þá verður hann allavega laus við sársaukann. Ég var bara að reyna að baka brauð fyrir hann þegar þakið á húsinu okkar hrundi. Hann er að fara beint til himna. Það er að minnsta kosti matur á himnum.“ Þetta sagði móðir sjúklings í myndbandi sem BBC birti í gær en miðillinn fylgdist með störfum læknisins Amani Balour í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Árásir bandamanna Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, á Austur-Ghouta héldu áfram í gær og hafa nú að minnsta kosti 462 farist eftir að Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína á sunnudaginn. Stór hluti hinna látnu var á barnsaldri. Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og er umkringt yfirráðasvæðum stjórnarliða. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta þar sem hjálparsamtök segja að matur, vatn, lyf og aðrar nauðsynjavörur séu á þrotum. Á annan tug sjúkrahúsa hafa orðið fyrir sprengjum svo illa gengur að koma særðum undir læknishendur. Samtökin Læknar án landamæra sögðu í yfirlýsingu í gær að árásir stjórnarliða kæmu í veg fyrir að samtökin gætu aðstoðað íbúa. Blóðbankinn væri tómur, sýklalyf og deyfilyf ekki til. Til stóð að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gengi til atkvæðagreiðslu í gær um ályktun um vopnahlé í Sýrlandi en henni var frestað til dagsins í dag að því er Al Jazeera greinir frá. Í drögunum, sem Kúveit og Svíþjóð lögðu fram, er kveðið á um þrjátíu daga vopnahlé í öllu Sýrlandi sem myndi hefjast þremur sólarhringum eftir samþykkt ályktunarinnar. Tveimur sólarhringum eftir það myndu hjálparsamtök flytja nauðsynjar til íbúa og flytja særða á brott. Enn fremur segir í drögunum að 5,6 milljónir Sýrlendinga þurfi aðstoð. Einnig er kveðið á um að vopnahléið nái ekki til hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og al-Nusra, fyrrverandi bandamanna al-Kaída. Rússar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, vilja ganga lengra og sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að útiloka þyrfti samtök sem ynnu með þeim fyrrnefndum samtökum og þeim sem hefðu skotið á Damaskus. Fyrri vopnahlé hafa sjaldan borið mikinn árangur, að því er kemur fram í umfjöllun Reuters. Viðræður Rússa við önnur ríki sem eiga sæti í ráðinu voru ástæða frestunarinnar. Sagði Mansour Ayyad al-Otaibi, sendiherra Kúveits, við Reuters í gær að unnið væri enn að nokkrum greinum. Kröfu Rússa er hægt að túlka þannig að þeir vilji að tvær stærstu fylkingar uppreisnarmanna í Austur-Ghouta verði líka útilokaðar. Þær eru annars vegar Jaish al-Islam og andstæðingar þeirra í Faylaq al-Rahman. Síðarnefnda hreyfingin hefur áður barist við hlið öfgasamtakanna Hayat Tahrir al-Sham sem er undir forystu al-Nusra. „Við höfum ekki fengið það tryggt að uppreisnarmenn haldi ekki áfram að skjóta á íbúabyggðir í Damaskus,“ sagði Lavrov í yfirlýsingu um viðræðurnar í gær. Sagði hann að Rússar væru tilbúnir að samþykkja drögin en ekki í óbreyttri mynd. „Til þess að ályktunin beri árangur leggjum við til breytingar sem myndu tryggja raunverulegt vopnahlé. Tillögur okkar krefjast ákveðinna trygginga frá þeim sem eru innan Austur-Ghouta jafnt sem utan,“ sagði Lavrov. Vesturveldunum í öryggisráðinu þótti lítið til um málflutning Rússa. Ef marka má frétt BBC grunar vesturveldin að Rússar hafi einfaldlega verið að reyna að tefja ferlið svo stjórnarherinn gæti unnið fullnaðarsigur og tekið Austur-Ghouta af uppreisnarmönnum. Kölluðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland eftir því að ályktunin yrði samþykkt tafarlaust. Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Sýrland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
„Ég er að bíða eftir að sonur minn deyi. Þá verður hann allavega laus við sársaukann. Ég var bara að reyna að baka brauð fyrir hann þegar þakið á húsinu okkar hrundi. Hann er að fara beint til himna. Það er að minnsta kosti matur á himnum.“ Þetta sagði móðir sjúklings í myndbandi sem BBC birti í gær en miðillinn fylgdist með störfum læknisins Amani Balour í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Árásir bandamanna Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, á Austur-Ghouta héldu áfram í gær og hafa nú að minnsta kosti 462 farist eftir að Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína á sunnudaginn. Stór hluti hinna látnu var á barnsaldri. Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og er umkringt yfirráðasvæðum stjórnarliða. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta þar sem hjálparsamtök segja að matur, vatn, lyf og aðrar nauðsynjavörur séu á þrotum. Á annan tug sjúkrahúsa hafa orðið fyrir sprengjum svo illa gengur að koma særðum undir læknishendur. Samtökin Læknar án landamæra sögðu í yfirlýsingu í gær að árásir stjórnarliða kæmu í veg fyrir að samtökin gætu aðstoðað íbúa. Blóðbankinn væri tómur, sýklalyf og deyfilyf ekki til. Til stóð að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gengi til atkvæðagreiðslu í gær um ályktun um vopnahlé í Sýrlandi en henni var frestað til dagsins í dag að því er Al Jazeera greinir frá. Í drögunum, sem Kúveit og Svíþjóð lögðu fram, er kveðið á um þrjátíu daga vopnahlé í öllu Sýrlandi sem myndi hefjast þremur sólarhringum eftir samþykkt ályktunarinnar. Tveimur sólarhringum eftir það myndu hjálparsamtök flytja nauðsynjar til íbúa og flytja særða á brott. Enn fremur segir í drögunum að 5,6 milljónir Sýrlendinga þurfi aðstoð. Einnig er kveðið á um að vopnahléið nái ekki til hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og al-Nusra, fyrrverandi bandamanna al-Kaída. Rússar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, vilja ganga lengra og sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að útiloka þyrfti samtök sem ynnu með þeim fyrrnefndum samtökum og þeim sem hefðu skotið á Damaskus. Fyrri vopnahlé hafa sjaldan borið mikinn árangur, að því er kemur fram í umfjöllun Reuters. Viðræður Rússa við önnur ríki sem eiga sæti í ráðinu voru ástæða frestunarinnar. Sagði Mansour Ayyad al-Otaibi, sendiherra Kúveits, við Reuters í gær að unnið væri enn að nokkrum greinum. Kröfu Rússa er hægt að túlka þannig að þeir vilji að tvær stærstu fylkingar uppreisnarmanna í Austur-Ghouta verði líka útilokaðar. Þær eru annars vegar Jaish al-Islam og andstæðingar þeirra í Faylaq al-Rahman. Síðarnefnda hreyfingin hefur áður barist við hlið öfgasamtakanna Hayat Tahrir al-Sham sem er undir forystu al-Nusra. „Við höfum ekki fengið það tryggt að uppreisnarmenn haldi ekki áfram að skjóta á íbúabyggðir í Damaskus,“ sagði Lavrov í yfirlýsingu um viðræðurnar í gær. Sagði hann að Rússar væru tilbúnir að samþykkja drögin en ekki í óbreyttri mynd. „Til þess að ályktunin beri árangur leggjum við til breytingar sem myndu tryggja raunverulegt vopnahlé. Tillögur okkar krefjast ákveðinna trygginga frá þeim sem eru innan Austur-Ghouta jafnt sem utan,“ sagði Lavrov. Vesturveldunum í öryggisráðinu þótti lítið til um málflutning Rússa. Ef marka má frétt BBC grunar vesturveldin að Rússar hafi einfaldlega verið að reyna að tefja ferlið svo stjórnarherinn gæti unnið fullnaðarsigur og tekið Austur-Ghouta af uppreisnarmönnum. Kölluðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland eftir því að ályktunin yrði samþykkt tafarlaust.
Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Sýrland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira