Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Magaermaraðgerðir Gravitas eru framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Pjetur Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00