Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision ef marka má Betsson Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2018 10:37 Veðmálasérfræðingar Betsson eru nokkuð vissir í sinni sök, Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision. Hér þenur hann raddböndin á sviðinu. Ef marka má veðmálaspekinga hjá Betsson þá mun Dagur Sigurðsson sigra í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar af miklu öryggi á laugardagskvöld komandi. Stuðullinn á hann er tveir, sem þýðir að ef einhver vill veðja á sigur Dags, segjum þúsund krónur, þá tvöfaldar sá sitt fé. Hins vegar telja þeir hjá Betsson sáralitlar líkur á því að Our Choice með Ara Ólafssyni og Battleline með Fókushópnum sigri. Á þau lög eru settir 12 í stuðul, sem þá þýðir að ef einhver er sannfærður um að annað þeirra laga vinnur, og setur þúsund krónur á það, ávaxtar viðkomandi sitt pund með ágætum og fær 12 þúsund krónur til baka. Ef lagið sigrar hins vegar ekki er sá þúsundkall fokinn og kemur aldrei aftur til baka. Eftir því sem veðmál fara að hrynja inn þá geta þessir stuðlar breyst.Gold digger með Aroni Hannesi er helst talið geta veitt Degi keppni, með 3,3 í stuðul. Here for You með þeim Agli Ploder Ottósyni og Sonju Valdin kemur svo í þriðja sæti samkvæmt þessu. Stuðullinn á það lag er 4,1 og í miðjunni er svo Kúst og fæjó, sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum með 4,5 í stuðul. „Veðmálasérfræðingar Betsson hafa rýnt vel í lögin í íslensku forkeppni Eurovision. Oftar en ekki hafa spár þessar reynst réttar hjá þeim hvað sigurlagið varðar og það verður vissulega gaman að sjá hvort raunin verði sú nú. Frekar óvænt hverjum þeir spá fyrsta sætinu en fróðlegt verður að sjá hvort spáin reynist rétt á laugardagskvöld,“ segir Guðmundur Arnarson hjá Betsson.Uppfært 12:49 Þau mistök voru gerð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að blaðamaður hljóp óvart yfir Aron Hannes á lista þegar sagt var af því lagi helst veitir Degi keppni, samkvæmt Betsson. Það hefur nú verið lagfært og eru lesendur, sem og Aron Hannes beðin velvirðingar á því fljótræði. Eurovision Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Ef marka má veðmálaspekinga hjá Betsson þá mun Dagur Sigurðsson sigra í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar af miklu öryggi á laugardagskvöld komandi. Stuðullinn á hann er tveir, sem þýðir að ef einhver vill veðja á sigur Dags, segjum þúsund krónur, þá tvöfaldar sá sitt fé. Hins vegar telja þeir hjá Betsson sáralitlar líkur á því að Our Choice með Ara Ólafssyni og Battleline með Fókushópnum sigri. Á þau lög eru settir 12 í stuðul, sem þá þýðir að ef einhver er sannfærður um að annað þeirra laga vinnur, og setur þúsund krónur á það, ávaxtar viðkomandi sitt pund með ágætum og fær 12 þúsund krónur til baka. Ef lagið sigrar hins vegar ekki er sá þúsundkall fokinn og kemur aldrei aftur til baka. Eftir því sem veðmál fara að hrynja inn þá geta þessir stuðlar breyst.Gold digger með Aroni Hannesi er helst talið geta veitt Degi keppni, með 3,3 í stuðul. Here for You með þeim Agli Ploder Ottósyni og Sonju Valdin kemur svo í þriðja sæti samkvæmt þessu. Stuðullinn á það lag er 4,1 og í miðjunni er svo Kúst og fæjó, sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum með 4,5 í stuðul. „Veðmálasérfræðingar Betsson hafa rýnt vel í lögin í íslensku forkeppni Eurovision. Oftar en ekki hafa spár þessar reynst réttar hjá þeim hvað sigurlagið varðar og það verður vissulega gaman að sjá hvort raunin verði sú nú. Frekar óvænt hverjum þeir spá fyrsta sætinu en fróðlegt verður að sjá hvort spáin reynist rétt á laugardagskvöld,“ segir Guðmundur Arnarson hjá Betsson.Uppfært 12:49 Þau mistök voru gerð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að blaðamaður hljóp óvart yfir Aron Hannes á lista þegar sagt var af því lagi helst veitir Degi keppni, samkvæmt Betsson. Það hefur nú verið lagfært og eru lesendur, sem og Aron Hannes beðin velvirðingar á því fljótræði.
Eurovision Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira