Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 28. febrúar 2018 17:00 Mikil snjókoma í Bretlandi hefur valdið röskunum á samgöngum. Visir/AP Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. Bærinn liggur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli en þar búa tæplega 1800 manns. Víða í Noregi fór frost undir 30 stig í nótt. Verdens gang greinir frá. Í Danmörku mældist rúmlega 10 gráðu frost í dag á Norður-Sjálandi. Þar furða menn sig á því að síðasti dagur vetrarins skuli einnig vera sá kaldasti. Mælir DR með því að þau sem eigi sér ekkert sérstakt erindi út fyrir hússins dyr í dag haldi sig heima, súpi á kakói og horfi á sjónvarpið. Mikil snjókoma hefur valdið röskunum í Bretlandi í dag. Tafir hafa verið á samgöngum og ekki var kennt þúsundum skóla í dag. Alls 400 bílar sátu fastir á A1 hraðbrautinni í nótt. Þá hefur breska Veðurstofan gefið út rauða viðvörun fyrir hluta Skotlands. BBC hefur í dag streymt fréttum af veðrinu í rauntíma.Eins og Vísir fjallaði ítarlega um í gær er kuldakastið á meginlandi Evrópu tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sagði að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan væri röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ sagði Einar. Óvenju hlýtt er því á Norðurheimskautinu á meðan að óvenju kalt er yfir Evrópu. Erlent Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. Bærinn liggur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli en þar búa tæplega 1800 manns. Víða í Noregi fór frost undir 30 stig í nótt. Verdens gang greinir frá. Í Danmörku mældist rúmlega 10 gráðu frost í dag á Norður-Sjálandi. Þar furða menn sig á því að síðasti dagur vetrarins skuli einnig vera sá kaldasti. Mælir DR með því að þau sem eigi sér ekkert sérstakt erindi út fyrir hússins dyr í dag haldi sig heima, súpi á kakói og horfi á sjónvarpið. Mikil snjókoma hefur valdið röskunum í Bretlandi í dag. Tafir hafa verið á samgöngum og ekki var kennt þúsundum skóla í dag. Alls 400 bílar sátu fastir á A1 hraðbrautinni í nótt. Þá hefur breska Veðurstofan gefið út rauða viðvörun fyrir hluta Skotlands. BBC hefur í dag streymt fréttum af veðrinu í rauntíma.Eins og Vísir fjallaði ítarlega um í gær er kuldakastið á meginlandi Evrópu tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sagði að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan væri röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ sagði Einar. Óvenju hlýtt er því á Norðurheimskautinu á meðan að óvenju kalt er yfir Evrópu.
Erlent Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15