Kim Yong-un býður Moon Jae-in heim 10. febrúar 2018 11:41 Kim Yo-jong afhenti Moon Jae-in handskrifað bréf bróður síns eftir morgunverðarfund þeirra í Seoul í morgun. vísir/afp Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug. BBC greinir frá. Handskrifað boðskort var afhent Moon Jae-in á fundi Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, og forsetans við opnun Vetrarólympíuleikanna. Í boðskortinu er Moon Jae-in boðið að heimsækja Pyongyang við „fyrsta mögulega tækifæri“. Fundur Yo-jong og Jae-in var merkilegur fyrir þær sakir að enginn meðlimur Kim-fjölskyldunnar hefur farið á fund suðurkóresks þjóðhöfðingja frá árinu 2007 þegar Kim Jong-il og Roh Moo-hyun þáverandi leiðtogar ríkjanna hittust. Kim Yo-jong er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Staða hennar innan stjórnarinnar styrktist á síðasta ári þegar hún tók sæti í stjórnmálanefnd landsins. Moon Jae-in sagði að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu myndu reyna að láta verða af heimsókninni og hvatti Norður-Kóreu til að hefja á ný samningarviðræður við Bandaríkin.Engin áform um viðræður milli Norður-Kóreu og BandaríkjamannaNorðurkóresk yfirvöld hafa greint frá því að engin áform séu um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir standa yfir. Þá hafa bandarísk yfirvöld varað við samskiptum við leiðtoga Norður-Kóreu og telur Bandaríkjastjórn að Norður-Kóreumenn ætli sér að nýta leikana í áróðursskyni. Ríkisstjórn Trump hefur áhyggjur af því að ráðamenn í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, falli fyrir gylliboðum Norður-Kóreumanna og hefur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verið harðorður í garð norðurkóreskra stjórnvalda vegna kjarnorkuáætlunar og eldflaugatilrauna landsins. Norður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03 Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00 Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug. BBC greinir frá. Handskrifað boðskort var afhent Moon Jae-in á fundi Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, og forsetans við opnun Vetrarólympíuleikanna. Í boðskortinu er Moon Jae-in boðið að heimsækja Pyongyang við „fyrsta mögulega tækifæri“. Fundur Yo-jong og Jae-in var merkilegur fyrir þær sakir að enginn meðlimur Kim-fjölskyldunnar hefur farið á fund suðurkóresks þjóðhöfðingja frá árinu 2007 þegar Kim Jong-il og Roh Moo-hyun þáverandi leiðtogar ríkjanna hittust. Kim Yo-jong er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Staða hennar innan stjórnarinnar styrktist á síðasta ári þegar hún tók sæti í stjórnmálanefnd landsins. Moon Jae-in sagði að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu myndu reyna að láta verða af heimsókninni og hvatti Norður-Kóreu til að hefja á ný samningarviðræður við Bandaríkin.Engin áform um viðræður milli Norður-Kóreu og BandaríkjamannaNorðurkóresk yfirvöld hafa greint frá því að engin áform séu um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir standa yfir. Þá hafa bandarísk yfirvöld varað við samskiptum við leiðtoga Norður-Kóreu og telur Bandaríkjastjórn að Norður-Kóreumenn ætli sér að nýta leikana í áróðursskyni. Ríkisstjórn Trump hefur áhyggjur af því að ráðamenn í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, falli fyrir gylliboðum Norður-Kóreumanna og hefur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verið harðorður í garð norðurkóreskra stjórnvalda vegna kjarnorkuáætlunar og eldflaugatilrauna landsins.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03 Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00 Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03
Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00
Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50