Miller, sem á að baki 21 landsleik fyrir Írland, greindist með krabbamein í brisi í nóvember á síðasta ári og hefur síðan þá verið í lyfjameðferð í Bandaríkjunum og heimalandi sínu.
Miller hóf atvinnumannaferil sinn hjá skoska stórveldinu Celtic árið 2004 og lék 26 leiki fyrir félagið.
Árið 2004 fékk Sir Alex Ferguson hann til liðs við Manchester United á frjálsri sölu. Hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá United og lék aðeins 22 leiki fyrir félagið áður en hann hélt til Sunderland.
Miller lagði skóna á hilluna árið 2016 en hann lék síðast með hálfatvinnumannaliðinu Wilmington Hammerheads í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.
Manchester United og fjölmargir fyrrum samherjar Miller, þar á meðal David Beckham, hafa minnst hans á samfélagsmiðlum í dag.
Manchester United is deeply saddened to learn of the tragic death of our former midfielder Liam Miller. We extend our condolences to his loved ones at this extremely difficult time. pic.twitter.com/k87wINacg3
— Manchester United (@ManUtd) February 10, 2018
Our thoughts are with Liam’s family .. Rest In Peace @manchesterunited
A post shared by David Beckham (@davidbeckham) on Feb 9, 2018 at 7:48pm PST