Innlent

Fjórir í gæsluvarðhald vegna frelssisviptingar á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi á Akureyri.
Frá vettvangi á Akureyri. Vísir/Auðunn

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fjóra einstaklinga í viku gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás og frelssisviptingu á Akureyri.



Fimm menn voru handteknir á Strandgötu á Akureyri í gær vegna gruns um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu í gær og sjá sjötti var handtekinn í nótt. Var farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm þeirra en fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Eftir yfirheyrslur í dag hefur hinum fimmta verið sleppt úr haldi ásamt einum til viðbótar af þeim sex sem handteknir voru.



Munu hinir fjóru þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 17. febrúar næstkomandi auk þess sem þeim er gert að sæta einangrun vegna rannsóknarhagsmuna.



Mennirnir eru grunaðir um að hafa beitt þrítugan mann ofbeldi á fimmtudag og svipt hann frelsi sínu. Mennirnir hafa flestir komið áður við sögu hjá lögreglu, ýmist vegna ofbeldismála eða fíkniefnamála.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×