Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2018 20:15 Dornier 328-vélin var keypt í Þýskalandi. Stefnt er að því að hún verði farin að þjóna innanlandsfluginu í apríl. Mynd/Hörður Guðmundsson. Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1969, fyrir 49 árum, sem Hörður Guðmundsson hóf flugrekstur og þá byrjaði hann með sex sæta Cessnu 185. Nú er hann búinn kaupa stærri vél en nokkru sinni fyrr; Dornier 328. Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis. Hann státar af því að vera með elstu kennitöluna í flugrekstri innanlands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Það er fjölgun í innanlandsfluginu. Það er vaxandi áhugi erlendra ferðamanna að komast beint út á land frá Reykjavík og sleppa öngþveitinu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hörður. „Yfir vetrarmánuðina líka þá er vaxandi hópur fólks sem nýtir sér einmitt flugið til þess að þurfa ekki að vera á varasömum vegum við erfiðar aðstæður.“ Fjórar Jetstream-skrúfuþotur Ernis þykja hraðfleygar á 420 kílómetra hraða en nýja vélin flýgur á 620 kílómetra hraða. Jetstream-vélarnar taka 19 farþega en sú nýja 32 farþega. Hörður vonast til að hún verði komin í rekstur innan tveggja mánaða á helstu innanlandsleiðum.Jetstream-skrúfuþota á Hornafjarðarflugvelli. Fjórar slíkar hafa haldið uppi innanlandsflugi Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Húsavík verður áfram vaxandi og Hornafjörður. Svo eru Vestmannaeyjar. Við erum að fljúga á Vestmannaeyjar 3-4 ferðir á dag núna eiginlega alla daga.“ Einnig geti Dornier-vélin flogið fullhlaðin með 32 farþega á Bíldudal meðan Jetstream-vélarnar geti aðeins tekið tíu farþega þangað vegna stuttrar brautar. Auk fyrrgreindra staða er Ernir með áætlunarflug til Sauðárkróks og Gjögurs. Hörður sér líka tækifæri í leiguflugi til nágrannalanda. Nýja vélin opni fjölda flugvalla, bæði á Grænlandi og í Norður-Noregi.Dornier-vélin sem Flugfélagið Ernir hefur keypt. Hún flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.En Hörður hyggst ekki láta eina Dornier duga. „Markmiðið er kannski til að byrja með tvær vélar á næstu kannski tveimur árum eða svo. En við getum líka séð fram á það, ef við skiptum núverandi flota út, þá gætum við rekið þessa áætlun okkar með þremur stærri vélum.“Dornier-skrúfuþotan er innréttuð með 32 farþegasætum. Það þýðir að félagið þarf að ráða flugfreyjur.Mynd/Hörður Guðmundsson.Hörður segir að það sé á mörkunum að hin litla flugstöð Ernis á Reykjavíkurflugvelli dugi þegar stóra vélin kemur í apríl. „Það eru allsstaðar ágætis flugstöðvar úti um allt land nema í Reykjavík. Það er bara til háborinnar skammar fyrir flugvöllinn bara, myndi ég segja, að það hafi ekki verið hægt að byggja hér upp sómasamlega aðstöðu, öll þessi ár.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1969, fyrir 49 árum, sem Hörður Guðmundsson hóf flugrekstur og þá byrjaði hann með sex sæta Cessnu 185. Nú er hann búinn kaupa stærri vél en nokkru sinni fyrr; Dornier 328. Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis. Hann státar af því að vera með elstu kennitöluna í flugrekstri innanlands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Það er fjölgun í innanlandsfluginu. Það er vaxandi áhugi erlendra ferðamanna að komast beint út á land frá Reykjavík og sleppa öngþveitinu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hörður. „Yfir vetrarmánuðina líka þá er vaxandi hópur fólks sem nýtir sér einmitt flugið til þess að þurfa ekki að vera á varasömum vegum við erfiðar aðstæður.“ Fjórar Jetstream-skrúfuþotur Ernis þykja hraðfleygar á 420 kílómetra hraða en nýja vélin flýgur á 620 kílómetra hraða. Jetstream-vélarnar taka 19 farþega en sú nýja 32 farþega. Hörður vonast til að hún verði komin í rekstur innan tveggja mánaða á helstu innanlandsleiðum.Jetstream-skrúfuþota á Hornafjarðarflugvelli. Fjórar slíkar hafa haldið uppi innanlandsflugi Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Húsavík verður áfram vaxandi og Hornafjörður. Svo eru Vestmannaeyjar. Við erum að fljúga á Vestmannaeyjar 3-4 ferðir á dag núna eiginlega alla daga.“ Einnig geti Dornier-vélin flogið fullhlaðin með 32 farþega á Bíldudal meðan Jetstream-vélarnar geti aðeins tekið tíu farþega þangað vegna stuttrar brautar. Auk fyrrgreindra staða er Ernir með áætlunarflug til Sauðárkróks og Gjögurs. Hörður sér líka tækifæri í leiguflugi til nágrannalanda. Nýja vélin opni fjölda flugvalla, bæði á Grænlandi og í Norður-Noregi.Dornier-vélin sem Flugfélagið Ernir hefur keypt. Hún flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.En Hörður hyggst ekki láta eina Dornier duga. „Markmiðið er kannski til að byrja með tvær vélar á næstu kannski tveimur árum eða svo. En við getum líka séð fram á það, ef við skiptum núverandi flota út, þá gætum við rekið þessa áætlun okkar með þremur stærri vélum.“Dornier-skrúfuþotan er innréttuð með 32 farþegasætum. Það þýðir að félagið þarf að ráða flugfreyjur.Mynd/Hörður Guðmundsson.Hörður segir að það sé á mörkunum að hin litla flugstöð Ernis á Reykjavíkurflugvelli dugi þegar stóra vélin kemur í apríl. „Það eru allsstaðar ágætis flugstöðvar úti um allt land nema í Reykjavík. Það er bara til háborinnar skammar fyrir flugvöllinn bara, myndi ég segja, að það hafi ekki verið hægt að byggja hér upp sómasamlega aðstöðu, öll þessi ár.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53