MeToo byltingin óþægileg og sársaukafull en til mikils gagns Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 16:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing í dag. Vísir/Hanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að viðbrögð vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar, stofnana og fyrirtækja við MeToo séu til fyrirmyndar og að þau sýni að samfélaginu sé alvara með því að taka á kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Katrínar á Viðskiptaþingi í dag. Þar nefndi hún meðal annars þann áhuga erlendra fjölmiðla á því að hún sé kona. Segir hún að erlendir fjölmiðlar virðist margir halda að Ísland sé jafnréttisparadís. „Þessir ágætu karlkyns fjölmiðlamenn verða alltaf mjög kúnstugir í framan þegar ég bendi þeim á að til þess að það geti orðið réttnefni þyrftum við helst að fá svona um það bil 35 konur í röð sem forsætisráðherra. Þeim finnst ég greinilega frek til fjárins. Enda kona en eins og allar konur í salnum vita er allt best þegar þær taka ekki of mikið pláss og gera bara það sem til er ætlast af þeim. Eða þannig,“ sagði Katrín. „Auðvitað er sú bylting sem orðið hefur að undanförnu og kennd er við metoo ekki endilega þægileg. Hún getur meira að segja verið mjög sársaukafull en um leið er hún til mikils gagns því að hún afhjúpar það samfélagsmein sem er kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni.“Vísir/HannaSamtal um félagslegar aðgerðir Þá sagði Katrín að eitt stærsta verkefni hennar sem forsætisráðherra sé að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins. „Við viljum áfram rækta þetta samtal með það að markmiði að ná fram breytingum þannig að við saman getum gert vinnumarkaðinn ábyrgari og komið í veg fyrir félagsleg undirboð, mansal og svarta atvinnustarfsemi. Við viljum einnig eiga samtal um félagslegar aðgerðir og þar nefni ég sérstaklega uppbyggingu á húsnæðismarkaði, lengingu fæðingarorlofs og hækkun greiðslna og menntun fyrir alla.“ Katrín gerði jafnframt miklar tækniframfarir að umfjöllunarefni sínu. „En rétt eins og þegar kemur að tæknibreytingum þá gerast hlutirnir ekki af sjálfu sér. Það blasa mörg tækifæri við Íslandi þegar kemur að samskiptum og tengingum við umheiminn. Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri verðum við að ráðast í uppbyggingu innviðanna. Um þetta erum við búin að tala í stjórnmálunum í nokkur misseri og um þetta hafið þið líka rætt. Það er að hægjast á hagvexti og þar með eru til staðar tækifæri til að koma með innspýtingu í uppbyggingu án þess að skapa of mikla þenslu. Til þess þurfum við þó að vera reiðubúin til að nýta þá fjármuni sem við eigum – til dæmis í bönkunum – og láta þá vinna fyrir fólkið í landinu. Um þetta hefur verið deilt á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segir að Íslendingar hafi farið illa að ráði sínu við uppbyggingu fjármálakerfisins við upphaf 21. aldarinnar. „Það þekkir þessi samkoma líklega betur en aðrir. Okkur hefur hins vegar tekist ótrúlega vel að leysa úr þeim áskorunum sem fylgdu hruninu. Það hefur þó ekki verið án fórna, og þar hefur almenningur fært stærstu fórnirnar. Það er því mikilvægt að tryggja að endurreist fjármálakerfi kalli aldrei aftur á sömu fórnir og að almenningur fái að njóta þess árangurs sem endurreisn skilar til ríkissjóðs.“Frestun á uppbyggingu innviða ávísun á lífskjaraskerðingu Þá sagði hún að mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem staðið hefur yfir við endurskipulagningu á fjármálakerfinu. „Tökum afstöðu til lykilspurninga um viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, gagnsæi eignarhalds og hæfi eigenda. En höldum ekki að forsenda þess að ljúka þeirri vinnu sé að ríkið eigi allt bankakerfið. Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum enda ekki skynsamlegt fyrir ríkið að bera meginábyrgð á öllum helstu fjármálastofnunum landsins. Lykilatriðið er að skapa stöðugt og traust fjármálakerfi sem getur mætt til jafns þörfum heimila landsins og ekki síður fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins,“ sagði Katrín. „Endurheimtur ríkisins úr fjármálakerfinu eiga að skila sér til fólksins í landinu í uppbyggingu almannagæða og tryggja þannig að okkar innviðir séu nægjanlega sterk umgjörð til þess að fólkið geti haldið áfram að skapa sér tækifæri hér á landi og byggja sér góða framtíð. Ef við frestum uppbyggingu innviða er það ávísun á lífskjaraskerðingu á næstu árum. Við látum það ekki gerast og um það eigum við öll að vera sammála. Fjárfesting í innviðum tryggir hagvöxt en eykur líka jafnræði meðal fólks því öll treystum við á innviði.“ MeToo Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að viðbrögð vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar, stofnana og fyrirtækja við MeToo séu til fyrirmyndar og að þau sýni að samfélaginu sé alvara með því að taka á kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Katrínar á Viðskiptaþingi í dag. Þar nefndi hún meðal annars þann áhuga erlendra fjölmiðla á því að hún sé kona. Segir hún að erlendir fjölmiðlar virðist margir halda að Ísland sé jafnréttisparadís. „Þessir ágætu karlkyns fjölmiðlamenn verða alltaf mjög kúnstugir í framan þegar ég bendi þeim á að til þess að það geti orðið réttnefni þyrftum við helst að fá svona um það bil 35 konur í röð sem forsætisráðherra. Þeim finnst ég greinilega frek til fjárins. Enda kona en eins og allar konur í salnum vita er allt best þegar þær taka ekki of mikið pláss og gera bara það sem til er ætlast af þeim. Eða þannig,“ sagði Katrín. „Auðvitað er sú bylting sem orðið hefur að undanförnu og kennd er við metoo ekki endilega þægileg. Hún getur meira að segja verið mjög sársaukafull en um leið er hún til mikils gagns því að hún afhjúpar það samfélagsmein sem er kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni.“Vísir/HannaSamtal um félagslegar aðgerðir Þá sagði Katrín að eitt stærsta verkefni hennar sem forsætisráðherra sé að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins. „Við viljum áfram rækta þetta samtal með það að markmiði að ná fram breytingum þannig að við saman getum gert vinnumarkaðinn ábyrgari og komið í veg fyrir félagsleg undirboð, mansal og svarta atvinnustarfsemi. Við viljum einnig eiga samtal um félagslegar aðgerðir og þar nefni ég sérstaklega uppbyggingu á húsnæðismarkaði, lengingu fæðingarorlofs og hækkun greiðslna og menntun fyrir alla.“ Katrín gerði jafnframt miklar tækniframfarir að umfjöllunarefni sínu. „En rétt eins og þegar kemur að tæknibreytingum þá gerast hlutirnir ekki af sjálfu sér. Það blasa mörg tækifæri við Íslandi þegar kemur að samskiptum og tengingum við umheiminn. Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri verðum við að ráðast í uppbyggingu innviðanna. Um þetta erum við búin að tala í stjórnmálunum í nokkur misseri og um þetta hafið þið líka rætt. Það er að hægjast á hagvexti og þar með eru til staðar tækifæri til að koma með innspýtingu í uppbyggingu án þess að skapa of mikla þenslu. Til þess þurfum við þó að vera reiðubúin til að nýta þá fjármuni sem við eigum – til dæmis í bönkunum – og láta þá vinna fyrir fólkið í landinu. Um þetta hefur verið deilt á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segir að Íslendingar hafi farið illa að ráði sínu við uppbyggingu fjármálakerfisins við upphaf 21. aldarinnar. „Það þekkir þessi samkoma líklega betur en aðrir. Okkur hefur hins vegar tekist ótrúlega vel að leysa úr þeim áskorunum sem fylgdu hruninu. Það hefur þó ekki verið án fórna, og þar hefur almenningur fært stærstu fórnirnar. Það er því mikilvægt að tryggja að endurreist fjármálakerfi kalli aldrei aftur á sömu fórnir og að almenningur fái að njóta þess árangurs sem endurreisn skilar til ríkissjóðs.“Frestun á uppbyggingu innviða ávísun á lífskjaraskerðingu Þá sagði hún að mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem staðið hefur yfir við endurskipulagningu á fjármálakerfinu. „Tökum afstöðu til lykilspurninga um viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, gagnsæi eignarhalds og hæfi eigenda. En höldum ekki að forsenda þess að ljúka þeirri vinnu sé að ríkið eigi allt bankakerfið. Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum enda ekki skynsamlegt fyrir ríkið að bera meginábyrgð á öllum helstu fjármálastofnunum landsins. Lykilatriðið er að skapa stöðugt og traust fjármálakerfi sem getur mætt til jafns þörfum heimila landsins og ekki síður fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins,“ sagði Katrín. „Endurheimtur ríkisins úr fjármálakerfinu eiga að skila sér til fólksins í landinu í uppbyggingu almannagæða og tryggja þannig að okkar innviðir séu nægjanlega sterk umgjörð til þess að fólkið geti haldið áfram að skapa sér tækifæri hér á landi og byggja sér góða framtíð. Ef við frestum uppbyggingu innviða er það ávísun á lífskjaraskerðingu á næstu árum. Við látum það ekki gerast og um það eigum við öll að vera sammála. Fjárfesting í innviðum tryggir hagvöxt en eykur líka jafnræði meðal fólks því öll treystum við á innviði.“
MeToo Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira