Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 17:01 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, James Mattis og aðrir varnarmálaráðherrar NATO. Vísir/AFP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, enn verja of litlu til varnarmála og þar þyrfti að bæta úr. Hann sagði varnarmálaráðherrum NATO að þeir ættu að fylgja fordæmi Bandaríkjanna, en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði nýverið til að fjárframlög til aðgerða ríkisins í Evrópu yrðu aukin um þrjátíu prósent. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan NATO. Þeir sögðu Mattis hafa minnt þá á ummæli Trump um að NATO-ríki yrðu að standa við skuldbindingar sínar ellegar eiga á hættu að missa stuðning Bandaríkjanna.Varnarmálaráðherra NATO funduðu í Brussel í dag um áætlanir aðildarríkja um hvernig þau ætla að leggja þau tvö prósent af vergri framleiðslu til varnarmála, sem þeim ber að gera samkomulagi sem samþykkt var á leiðtogafundi NATO árið 2014, og gera það fyrir árið 2024. Fimmtán af 28 ríkjum NATO hafa lagt fram áætlanir um hvernig því markmiði verði náð og verður farið yfir þær á leiðtogafundi NATO í sumar. Spánverjar hafa gefið út að þeir muni ekki vera komnir upp í tvö prósent árið 2024. Belgía, Lúxemborg, Ítalía, Portúgal, Noregur og Danmörk eru einnig á eftir áætlun og reiknað er með að Ungverjaland verði komið upp í tvö prósent árið 2026. Bretland, Grikkland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin verja þegar umræddum tveimur prósentum, eða nálægt því, til varnarmála og búist er við því að Frakkland og Tyrkland nái þeim áfanga á næstu árum. Einhverjir embættismenn sögðu á fundinum að taka þyrfti tillit til þess að ríki eins og Ítalí og Þýskaland væru þegar að leggja mikið til verkefna NATO eins og í Afganistan. „Þetta er ekki bara um hráar tölur. Þetta er einnig spurning um hver er að gera hvað,“ sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Mattis var þó staðfastur á því að öll ríki NATO þyrftu að standa við skuldbindingar sínar. Bandaríkin NATO Noregur Rúmenía Tengdar fréttir Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, enn verja of litlu til varnarmála og þar þyrfti að bæta úr. Hann sagði varnarmálaráðherrum NATO að þeir ættu að fylgja fordæmi Bandaríkjanna, en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði nýverið til að fjárframlög til aðgerða ríkisins í Evrópu yrðu aukin um þrjátíu prósent. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan NATO. Þeir sögðu Mattis hafa minnt þá á ummæli Trump um að NATO-ríki yrðu að standa við skuldbindingar sínar ellegar eiga á hættu að missa stuðning Bandaríkjanna.Varnarmálaráðherra NATO funduðu í Brussel í dag um áætlanir aðildarríkja um hvernig þau ætla að leggja þau tvö prósent af vergri framleiðslu til varnarmála, sem þeim ber að gera samkomulagi sem samþykkt var á leiðtogafundi NATO árið 2014, og gera það fyrir árið 2024. Fimmtán af 28 ríkjum NATO hafa lagt fram áætlanir um hvernig því markmiði verði náð og verður farið yfir þær á leiðtogafundi NATO í sumar. Spánverjar hafa gefið út að þeir muni ekki vera komnir upp í tvö prósent árið 2024. Belgía, Lúxemborg, Ítalía, Portúgal, Noregur og Danmörk eru einnig á eftir áætlun og reiknað er með að Ungverjaland verði komið upp í tvö prósent árið 2026. Bretland, Grikkland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin verja þegar umræddum tveimur prósentum, eða nálægt því, til varnarmála og búist er við því að Frakkland og Tyrkland nái þeim áfanga á næstu árum. Einhverjir embættismenn sögðu á fundinum að taka þyrfti tillit til þess að ríki eins og Ítalí og Þýskaland væru þegar að leggja mikið til verkefna NATO eins og í Afganistan. „Þetta er ekki bara um hráar tölur. Þetta er einnig spurning um hver er að gera hvað,“ sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Mattis var þó staðfastur á því að öll ríki NATO þyrftu að standa við skuldbindingar sínar.
Bandaríkin NATO Noregur Rúmenía Tengdar fréttir Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27
Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33
Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00