Hver ber ábyrgðina? Sirrý Hallgríms skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun