Hver ber ábyrgðina? Sirrý Hallgríms skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun