Vatnsból í hættu Líf Magneudóttir skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Við vitum öll að vatn er ein af okkar mikilvægustu auðlindum, undirstaða alls lífs á jörðinni og að án þess gætum við ekki lifað. Við sem búum á Íslandi njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að einna hreinasta og besta vatni í heimi. Því þurfum við að vera vakandi fyrir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatnsból okkar, hafa með þeim reglulegt og virkt eftirlit og gera ríkar kröfur um að vernda grunnvatn vatnsverndarsvæða.Risaframkvæmd innan vatnsverndarsvæðis Um langt skeið hefur Landsnet verið að undirbúa lagningu háspennulína yfir vatnsverndarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1). Slíkri framkvæmd fylgir stórfellt og óafturkræft rask og hættan á því að vatnsból okkar mengist getur orðið veruleg. Það er líka í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns en þar segir í 13. gr. um grannsvæði: „Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.“ Framkvæmdaleyfi línunnar byggir á umhverfismati sem er nær tíu ára gamalt og samkvæmt dómi Hæstaréttar uppfyllti matsferlið og umhverfisskýrslan sem lá framkvæmdunum til grundvallar ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það hlýtur því að vera ófrávíkjanleg lágmarkskrafa að nýtt umhverfismat fari fram fyrir nýjum línulögnum þegar vatnsvernd meirihluta landsmanna er í húfi. Nú hafa öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem fara með skipulagsvald á svæðinu, gefið út framkvæmdaleyfi, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og umhverfisverndarsamtaka. Það segir sína sögu að nánast öll framkvæmdaleyfin hafa verið kærð.Óþörf stórframkvæmd Forsendurnar fyrir framkvæmdum háspennulínanna sem lengi hafa verið á teikniborðinu eru brostnar. Uppbyggingaráform um álbræðslu í Helguvík virðast hafa verið blásin af, engin stækkun hefur átt sér stað í Straumsvík og illa er komið fyrir kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Fjölgun netþjónabúa virðist einnig vera fjarlægur draumur. Þá má nefna að Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru ekki lengur á dagskrá og ekki heldur stækkun Reykjanesvirkjunar og virkjun í Eldvörpum. Frá því að umhverfismatið var gert fyrir tæpum tíu árum hafa ný lög um náttúruvernd tekið gildi og einnig ný samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt máli þegar málið er skoðað í dag í nýju ljósi. Það liggur því í augum uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagningu línanna. Í þessu máli þarf að gæta sérstakrar og fyllstu varúðar og aðhafast ekkert sem setur vatnsból okkar í hættu. Af framangreindu má sjá að gera þarf nýtt umhverfismat og endurskoða þetta mál heildstætt og frá grunni. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvendarbrunnum að svo sé gert?Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að vatn er ein af okkar mikilvægustu auðlindum, undirstaða alls lífs á jörðinni og að án þess gætum við ekki lifað. Við sem búum á Íslandi njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að einna hreinasta og besta vatni í heimi. Því þurfum við að vera vakandi fyrir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatnsból okkar, hafa með þeim reglulegt og virkt eftirlit og gera ríkar kröfur um að vernda grunnvatn vatnsverndarsvæða.Risaframkvæmd innan vatnsverndarsvæðis Um langt skeið hefur Landsnet verið að undirbúa lagningu háspennulína yfir vatnsverndarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1). Slíkri framkvæmd fylgir stórfellt og óafturkræft rask og hættan á því að vatnsból okkar mengist getur orðið veruleg. Það er líka í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns en þar segir í 13. gr. um grannsvæði: „Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.“ Framkvæmdaleyfi línunnar byggir á umhverfismati sem er nær tíu ára gamalt og samkvæmt dómi Hæstaréttar uppfyllti matsferlið og umhverfisskýrslan sem lá framkvæmdunum til grundvallar ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það hlýtur því að vera ófrávíkjanleg lágmarkskrafa að nýtt umhverfismat fari fram fyrir nýjum línulögnum þegar vatnsvernd meirihluta landsmanna er í húfi. Nú hafa öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem fara með skipulagsvald á svæðinu, gefið út framkvæmdaleyfi, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og umhverfisverndarsamtaka. Það segir sína sögu að nánast öll framkvæmdaleyfin hafa verið kærð.Óþörf stórframkvæmd Forsendurnar fyrir framkvæmdum háspennulínanna sem lengi hafa verið á teikniborðinu eru brostnar. Uppbyggingaráform um álbræðslu í Helguvík virðast hafa verið blásin af, engin stækkun hefur átt sér stað í Straumsvík og illa er komið fyrir kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Fjölgun netþjónabúa virðist einnig vera fjarlægur draumur. Þá má nefna að Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru ekki lengur á dagskrá og ekki heldur stækkun Reykjanesvirkjunar og virkjun í Eldvörpum. Frá því að umhverfismatið var gert fyrir tæpum tíu árum hafa ný lög um náttúruvernd tekið gildi og einnig ný samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt máli þegar málið er skoðað í dag í nýju ljósi. Það liggur því í augum uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagningu línanna. Í þessu máli þarf að gæta sérstakrar og fyllstu varúðar og aðhafast ekkert sem setur vatnsból okkar í hættu. Af framangreindu má sjá að gera þarf nýtt umhverfismat og endurskoða þetta mál heildstætt og frá grunni. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvendarbrunnum að svo sé gert?Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun