Óeining um hvort lækka eigi laun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Gylfi Arnbjöronsson, forseti ASÍ, segir sambandið hafa viljað ganga lengra. Vísir/VILHELM Starfshópur um málefni kjararáðs skilaði af sér skýrslu í gær þar sem meðal annars kom fram að hópurinn teldi ekki að lækka ætti laun þeirra sem heyra undir kjararáð. Þess í stað var bent á að ef laun verði óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali hafa tekið hækkunum í samræmi við almenna launaþróun. Þessu var fulltrúi ASÍ ósammála og vildi að launin yrðu lækkuð, þó ekki afturvirkt. „Við töldum að það ætti að ganga lengra til að freista þess að ná friði á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bætir því við að sambandið telji ekkert koma í veg fyrir að ráðast í „slíka leiðréttingu. Enda liggur fyrir að kjararáð hafi farið svolítið út fyrir sitt valdsvið.“Sjá einnig: Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að meirihluti starfshópsins hafi fært fyrir því ágætis rök hvers vegna lækkun var ekki talin heppileg. Þá segir hún að það hljóti að teljast gott og jákvætt innlegg í komandi kjaraviðræður að hópurinn hafi verið sammála um breytingar á fyrirkomulaginu svo laun embættismanna verði ákvörðuð með gegnsærri hætti. „Stóra málið er, held ég, að þarna verði kominn ákveðinn núllpunktur. Það verði byggt upp framtíðarfyrirkomulag um þessi mál þannig að það verði hægt að skapa aukna sátt um það hvernig við skipuleggjum okkar vinnumarkað.“Nokkur ólga er nú á vinnumarkaði og segir framkvæmdastjóri SA við Fréttablaðið í dag mikilvægt að sýna ró og yfirvegun. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. 15. febrúar 2018 20:00 Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Starfshópur um málefni kjararáðs skilaði af sér skýrslu í gær þar sem meðal annars kom fram að hópurinn teldi ekki að lækka ætti laun þeirra sem heyra undir kjararáð. Þess í stað var bent á að ef laun verði óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali hafa tekið hækkunum í samræmi við almenna launaþróun. Þessu var fulltrúi ASÍ ósammála og vildi að launin yrðu lækkuð, þó ekki afturvirkt. „Við töldum að það ætti að ganga lengra til að freista þess að ná friði á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bætir því við að sambandið telji ekkert koma í veg fyrir að ráðast í „slíka leiðréttingu. Enda liggur fyrir að kjararáð hafi farið svolítið út fyrir sitt valdsvið.“Sjá einnig: Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að meirihluti starfshópsins hafi fært fyrir því ágætis rök hvers vegna lækkun var ekki talin heppileg. Þá segir hún að það hljóti að teljast gott og jákvætt innlegg í komandi kjaraviðræður að hópurinn hafi verið sammála um breytingar á fyrirkomulaginu svo laun embættismanna verði ákvörðuð með gegnsærri hætti. „Stóra málið er, held ég, að þarna verði kominn ákveðinn núllpunktur. Það verði byggt upp framtíðarfyrirkomulag um þessi mál þannig að það verði hægt að skapa aukna sátt um það hvernig við skipuleggjum okkar vinnumarkað.“Nokkur ólga er nú á vinnumarkaði og segir framkvæmdastjóri SA við Fréttablaðið í dag mikilvægt að sýna ró og yfirvegun.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. 15. febrúar 2018 20:00 Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. 15. febrúar 2018 20:00
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00