Óeining um hvort lækka eigi laun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Gylfi Arnbjöronsson, forseti ASÍ, segir sambandið hafa viljað ganga lengra. Vísir/VILHELM Starfshópur um málefni kjararáðs skilaði af sér skýrslu í gær þar sem meðal annars kom fram að hópurinn teldi ekki að lækka ætti laun þeirra sem heyra undir kjararáð. Þess í stað var bent á að ef laun verði óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali hafa tekið hækkunum í samræmi við almenna launaþróun. Þessu var fulltrúi ASÍ ósammála og vildi að launin yrðu lækkuð, þó ekki afturvirkt. „Við töldum að það ætti að ganga lengra til að freista þess að ná friði á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bætir því við að sambandið telji ekkert koma í veg fyrir að ráðast í „slíka leiðréttingu. Enda liggur fyrir að kjararáð hafi farið svolítið út fyrir sitt valdsvið.“Sjá einnig: Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að meirihluti starfshópsins hafi fært fyrir því ágætis rök hvers vegna lækkun var ekki talin heppileg. Þá segir hún að það hljóti að teljast gott og jákvætt innlegg í komandi kjaraviðræður að hópurinn hafi verið sammála um breytingar á fyrirkomulaginu svo laun embættismanna verði ákvörðuð með gegnsærri hætti. „Stóra málið er, held ég, að þarna verði kominn ákveðinn núllpunktur. Það verði byggt upp framtíðarfyrirkomulag um þessi mál þannig að það verði hægt að skapa aukna sátt um það hvernig við skipuleggjum okkar vinnumarkað.“Nokkur ólga er nú á vinnumarkaði og segir framkvæmdastjóri SA við Fréttablaðið í dag mikilvægt að sýna ró og yfirvegun. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. 15. febrúar 2018 20:00 Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Starfshópur um málefni kjararáðs skilaði af sér skýrslu í gær þar sem meðal annars kom fram að hópurinn teldi ekki að lækka ætti laun þeirra sem heyra undir kjararáð. Þess í stað var bent á að ef laun verði óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali hafa tekið hækkunum í samræmi við almenna launaþróun. Þessu var fulltrúi ASÍ ósammála og vildi að launin yrðu lækkuð, þó ekki afturvirkt. „Við töldum að það ætti að ganga lengra til að freista þess að ná friði á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bætir því við að sambandið telji ekkert koma í veg fyrir að ráðast í „slíka leiðréttingu. Enda liggur fyrir að kjararáð hafi farið svolítið út fyrir sitt valdsvið.“Sjá einnig: Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að meirihluti starfshópsins hafi fært fyrir því ágætis rök hvers vegna lækkun var ekki talin heppileg. Þá segir hún að það hljóti að teljast gott og jákvætt innlegg í komandi kjaraviðræður að hópurinn hafi verið sammála um breytingar á fyrirkomulaginu svo laun embættismanna verði ákvörðuð með gegnsærri hætti. „Stóra málið er, held ég, að þarna verði kominn ákveðinn núllpunktur. Það verði byggt upp framtíðarfyrirkomulag um þessi mál þannig að það verði hægt að skapa aukna sátt um það hvernig við skipuleggjum okkar vinnumarkað.“Nokkur ólga er nú á vinnumarkaði og segir framkvæmdastjóri SA við Fréttablaðið í dag mikilvægt að sýna ró og yfirvegun.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. 15. febrúar 2018 20:00 Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. 15. febrúar 2018 20:00
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00